Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 44

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 44
152 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iimmmiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiinmmimiiimiinmimiiiimimiiimimiinimmiiimiiimiiiiiiiiniiiiiiiiuiiiiiiiiiiiHiiir flytur hann sig að einhverju leyti suður á bóginn, en er að nokkru leyti staðfugl, sem lifir við vötn og ár, innan um sef og þakreyr. Hann er náttfugl, eins og hið mjúka og losaralega fiður og litur- inn bera með sér (all-líkur uglum), móleitur með dökkum langdíl- um eða rákum, sem gera hann svo samlitan sefinu og skuggum þeim, sem sefið kastar í sólskini og tunglsljósi, að afar-erfitt er að greina hann, meðfram vegna þess, að hann situr þá grafkyrr upp á endann, með háls og nef á ská, beint upp, svo sem staur væri. Á kveldin og næturnar fer hann á kreik og veiðir sér smá- fiska, froska og önnur smá vatnadýr til matar. Frægastur er sefhegrinn orðinn fyrir óhljóð þau, sem hann gefur frá sér í byrjun varptímans, til þess að hrífa konuefnið. Kvað það vera líkast nautsöskri að styrkleika og hreim, og heyr- ast í kyrru veðri 2—3 kílómetra. Meðan hann öskrar, stingur hann nefinu niður í vatnið, og er mönnum ekki vel ljóst, hvernig hljóðið myndast, en Ijótt kvað það vera, og af því er hann nefnd- ur Rördrum á Norðurlandamálum og Rohrdommel og mörgum öðrum nöfnum á þýzku. Þar sem þetta er í fyrsta skipti að stóri sefhegrinn hefir sézt hér, svo vitað sé (hann hefir sennilega hrakið hingað frá Vestur- Noregi fyrir Suðaustan stórviðrum), þá hefir Ameríku sef- hegrinn (B. lentiginosus Mont.) sézt hér þrisvar sinnum, svo menn viti, og aðeiiis á þessari öld: í Fljótshlíð 1904, Vestmann- eyjum 1919 og á Rauðasandi 1924, eins og sagt er nánara frá í Fuglabók höfundar, bls. 405. Var fyrst haldið, að það væri stóri sefhegrinn, en við nánari athugun kom það í ljós, að það var allt ameríska tegundin (the bittern, sem Ameríkumenn nefna hann). Má þekkja þá að á því, að ameríski sefhegrinn er töluvert minni, kringum 60 cm á lengd, hinn 66—80 cm; handflugfjaðrirnar ein- litar á Ameríku tegundinni, en þverrákóttar á hinni. Ameríska sefhegrans hefir orðið vart á Suður-Grænlandi, á Bretlandseyjum, Azór- og Kanaríeyjum; hrekst hann sennilega í suðvestan- og vestan-stórviðrum á haustin austur um haf, til landa þeirra er nú voru greind. Þriðja sefhegra tegundin, sem hér hefir orðið vart, er litli sefhegri (Botaurus minutus (L.)). Hann er varla meira en helmingur á við Ameríku sefhegrann að lengd, gul- og svartflekk- óttur að lit og hefir aðeins sézt hér einu sinni: einn fugl sjórek- inn í Keflavík Gb, 1823 (sjá nánara „Fuglana“, bls. 406). B. Sæm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.