Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 62

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 62
170 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN einstaklingar hafa einnig hlotið eiginnöfn í alþýðu munni. Þannig heitir eitt stærsta tréð í skógi einum, sem einungis eru 92 risa- furur í, „námumannsklefinn". Klefinn hefir skapazt við bruna, og er metri á breidd og 10 metrar á hæð. Annað tré eru „þokkagyðj- urnar þrjár". Þær vaxa allar af sömu rót og eru yfir 90 metra háar, og um 30 metrar í ummál til samans. Mest þeirra allra er þó „skógarpabbi". Hann er nú fallinn, og hefir toppur trésins brotnað í fallinu, engu að síður eru fullir 100 metrar eftir af stofn- inum. Elding hefir brennt holu um 70 metra langa í tréð, en svo er hún víð, að ríðandi maður getur farið eftir henni. En hér eins og annars staðar er eyðileggingarfýsn mannanna að vei'ki. Mörg þessara trjáa hafa lotið að velli, til að þjóna löng- un manna til sýninga og fánýtra skemmtana. Um eitt slíkra trjáa er það að segja, að 25 menn voru í 5 daga að fella það. Það er gert á þann hátt, að djúpar holur eru boraðar í stofninn, og við- urinn á milli þeirra er sagaður í sundur. Þegar slík tré falla, gengur mikið á. Lætin í kring líkjast mest jarðskjálftum. Allt leikur á reiðiskjálfi, mold og grjót þeytist langt upp í loftið, jafn- vel svo hundruðum metra skiptir, og þar sem trén falla, skapast djúpar gryfjur, sem oft hafa geymst í skógunum í hundruð ára eftir að trén féllu. Tré það, sem fyrr getur, var 30 metrar í ummál. Þegar það var fallið, voru- gerðar tvær keilubrautir eftir endilöngum stofni þess. Dálítil sneið af berki þess var reist upp í náttúrlegri stærð og stellingum, þannig að hólkurinn hélt sér. Þar inni var rúm fyrir hljóðfæri og sæti 40 manna. Einu sinni voru 140 börn inni í barkarhúsi þessu, án þess að þröngt yrði. Á stofninum var gert dansgólf, og gátu 16 pör dansenda dansað í einu. Hlutar af tré þessu voru hafðir til sýnis í stórbæjum Ameríku, og vöktu þar feikna athygli. Þetta varð til þess að hvetja framtakssaman ná- unga til.að flá börkinn af öðru tré upp í 118 feta hæð. Það var þriggja mánaða atvinna fyrir 5 menn. Barkarstykkin voru tölu- sett, og síðan var börkurinn reistur upp og sýndur í San Fransisko og síðar í New York og Lundúnum. Þessi dæmi nægja til að sýna, hver hætta trjánum er búin, aðeins af löngun manna eftir nýj- ungum. En meiri er þó hættan, er þeim stafar af gróðafíkn :cé- sýslumanna, því að viður þeirra er ágætur til hvers konar smíða. Það er all-langt síðan mönnum datt fyrst í hug að friða risa- furuna, því að það varð ljóst, að ekki væri ýkjamikið til af henni. Fyrsta tillagan í því efni kom fram í blaðinu New York Herald

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.