Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 65

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 65
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 173 iiiiiliiliiliiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii*iiiiiiii*i einna gildast er trjátegund ein skyld risafurunni, Taxodium mucronatum. Bolur þess verður 17 metrar að þvermáli, en flatar- mál þverskurðar hans um 225 fermetra. En þrátt fyrir þetta er viðarmagn risafurunnar hið mesta, sem úr nokkru einstöku tré fæst, svo að réttmætt er að telja hana stærsta tré jarðarinnar. Þá skal risafurunni lýst nokkuð. Hún er barrtré. Stofninn er beinvaxinn svo furðu sætir. Fyrstu 400—500 árin er stofninn alþakinn greinum, eru hinar efstu uppstæðar, um miðju trésins standa þær beint út, en hinar neðstu hanga niður. Af þessu leiðir, að krónan er tiltölulega lítil ummáls. Síðar falla neðstu greinarnar burtu, svo að neðstu 30—50 metrarnir af bolnum eru greinalausir, og greinaskipunin þar fyrir ofan oft óregluleg á mjög gömlum trjám. Á fullvöxnum trjám er börkurinn 50 til 60 cm þykkur. Hann liggur í ræmum eftir endilöngum stofninum, og er dálítið flagnaður. Á litinn er börkurinn ljósbrúnn, og oft með purpura- blæ. Ýmsum þykir sem gullnum bjarma slái á trén þegar sólin skín á stofna þeirra. Blöðin eru al- eða lensulaga, með hörðum og hvössum oddi; þau eru útstæð, eða stundum nokkuð aðlæg, og að- eins 5—15 mm löng. Blómin eru geysimörg, einkum karlblómin, og frjóið er svo mikið, að um frjóvgunartímann eru bæði trén sjálf og skógarsvörðurinn alþakinn hinu gula frjódufti. í hverju fræblaði eru 3—7 fræ. Köngullinn er sívalur, dökk rauðbrúnn, 5—9 cm langur. Fræin ljósbrún, með breiðum himnufaldi. Viðurinn er léttur og mjúkur. Hann er allgrófgerður, stökk- ur r>g hefir því lítið burðarþol. Aftur er hitt með fádæmum, hve lengi hann helzt í mold og raka, án þess að fúna. Þannig er þess getið, að þar sem risatré hafa fallið í skóginum, og við fallið graf- izt djúpt niður í moldina, svo að holan hefir síðar fyllzt jarðvegi, og gróður myndazt þar ofan á. Á einum stað hafði vaxið furuskóg- ur yfir moldum slíks trés. Þegar fururnar voru felldar sást, að þær voru nær 400 ára gamlar, en engu að síður var viður risafur- unnar ófúinn og full nýtilegur þrátt fyrir það, að hann hafði legið í mold allan þennan tíma. Meðan viðurinn er nýr, er hann Ijósrauður á lit, en dökknar með aldri, að utan er hann hvítur. Eðlisþyngd hans er 0,2882. Viðurinn er notaður í girðingar og til húsagerðar, einkum í þök. Risafuran tilheyrir undirdeild barrviðanna, sem Taxodium kallast. Til hennar teljast fleiri merkar ættir, sem lifðu blóma- skeið sitt á Tertiærtímanum og Krítartímanum, en eru nú út- dauðar að mestu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.