Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 41

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 41
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 149 1111111111111111111111111IIIIIIIIIIIIIIIIBIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIKIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIt Svínstönn fundin í jörðu. Þann 20. maí þ. á. sendi hr. Jens E. Nikulásson, Sviðnum, Breiðafirði, mér tönn, sem fundizt hafði þar á bænum í gömlum öskuhaug. Tildrög fundarins voru þau, að Jens var að búa til vot- heysgryfju, og þurfti að grafa upp gamlan hól, sem reyndist að vera forn öskuhaugur. „Tönnin var hér um bil tveimur metrum undir grassverði, og hálfum metra fyrir ofan klöpp, sem auðsjá- anlega hefir verið byrjað að bera öskuna á. — Gatið, sem hefir verið borað í tönnina, var þegar eg fann hana. Það hlýtur að vera mjög langt síðan hún komst í hauginn, þar sem hún var svona neðarlega, og bærinn var færður af þessum hól strax eftir svarta dauða, og askan þá borin annað, sem styttra varð eftir færsluna". Þannig skrifar Jens Nikulásson um fundinn. Eg sá strax, að tönnin var augntönn úr svíni, en langaði til þess að vita, hvort hún væri frábrugðin tönnum núlifandi alisvína í Evrópu. Sendi eg hana því til próf. Spárck í Kaupmannahöfn, og bað hann að láta athuga hana fyrir mig. Tönnin er nú komin aftur, og árang- ur rannsóknanna varð sá, eftir því, sem próf. Spárck skrifar, að hún er úr alisvíni, og verður ekki séður verulegur munur á henni og samsvarandi tönn úr núlifandi alisvíni, þótt hún sé svona gömul. Svínarækt virðist hafa verið nokkuð þýðingarmikil hér á landi fyr á öldum, einkum framan af, um og eftir landnámstíð, en í lok 15. aldar eru svín talin alveg úr sögunni, svo að dýrið, sem þessi tönn er úr, hefir þá átt að vera „með seinni skipunum“. Það merkilegasta við þessa tönn er ef til vill gatið, sem í hana er bor- að, rétt við tannrótina. Lítur út fyrir, að tönnin hafi verið notuð sem men (amúlett), en eigi er mér kunnugt um, hvort það hefir tíðkazt hér í gamla daga. Væri einnig hugsanlegt, að tönnin sé aðflutt, og hafi verið seld hér sem „skartgripur", en úr því verð- ur því miður ekki skorið hér. Á. F.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.