Náttúrufræðingurinn - 1938, Síða 8
134 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
llllllllllllllllllltlllllllllllllltlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltllllllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII
höfðu þá líkur til þess að komast upp, og verða þorskar með
þorskum, ef til vill skapast þá úr þeim sterkur árgangur, til far-
sældar fyrir veiðiskap komandi tíma.
Nú víkur sögunni aftur að litla þorskinum, sem var orðinn sjö
millimetra langur, og farinn að bjarga sér af sjálfsdáðum.
'2. mynd. 1 er ungt þorskegg, en 2 er egg komið að klaki. 3—5 eru
þorsklirfur á mismunandi (yngsta) reki. Strikin fyrir neðan mynd-
irnar sýna hina raunverulegu stærð.
Hvarvetna í kringum hann voru þessir þörungar, honum fór
eins og litlum krakka, sem kemst í smákökur. Þörungarnir
voru alla vega í laginu, sumir voru aflangir, eins og göngustafir,
aðrir voru eins og dálítil askja með loki, þá voru enn aðrir nærri
kúlulaga, og loks voru margir nærri því eins og hrútshorn í lag-
inu. Allt þetta snæddi litli þorskurinn með góðri lyst, og svo
vel tognaði úr honum, að eftir mánuð frá því að hann kom úr
egginu, var hann orðinn fimmtán millimetrar á lengd, og nú