Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1938, Qupperneq 9

Náttúrufræðingurinn - 1938, Qupperneq 9
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 135 iiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimmimmiiiiiiniiimiiiimiiniimiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinmimmmiHiiii var fariS að móta fyrir uggum, þótt ógreinilega væri. Hingað til hafði þorskunginn verið girtur einum ugga, sem náði frá gotrauf, aftur á sporð, og þaðan aftur að ofanverðu, alla leið fram á hnakka. Þegar hér er komið sögunni, fer unginn að taka til sín fæðu úr dýraríkinu, hann er nú ekki lengur það friðsemd- arlamb, sem hann hefir verið fram að þessu. Enda finnst honurn nú mikið til um afl sitt og hreysti. Tveggja mánaða gamall er hann orðinn um þrír sentimetrar á lengd, allir uggar eru þá greinilegir, og á hann eru farnir að koma dökkir blettir, hinn fyrsti vottur litar. En um leið og honum vex þannig fiskur um hrygg, um leið og hann berst í örmum hinna sterku hafstrauma lengra og lengra frá hinum fyrstu æskustöðvum, lengra og lengra út í lífið, fer heimurinn að sýna honum nýjar hliðar lífs- ins. Ýmsar ókindur fara að sækja að honum neðan úr djúpinu, svo að hann á fullt í fangi með að verjast, en marglittan, sem marir hálfsofandi við yfirborðið, teygir út eftir honum langa arma, alsetta eitruðum skotblöðrum, og í loftinu fyrir ofan svífa tröllslegir drekar, svartir og hvítir á lit. Við og við sting- ast þeir niður í djúpið, eins og kólfi sé skotið, og svelgja hóp af systkinum litla þorsksins, en hann kemst sjálfur undan með naumindum. Alls staðar sitja hætturnar á svikráðum við hann, það grípur hann ótti, hann tekur það ráð að leita skjóls, ásamt fjöldamörgum af félögum sínum, undir marglittunni. Margir félaganna verða að láta lífið, fyrir þessa fífldirfsku, eiturkúlur marglittunnar hitta þá og lama lífsfjör þeirra á svipstundu, en síðan verða þeir hinni nýju fóstru sinni, marglittunni að bráð. En litla þorskseiðið, sem við erum að fylgja, á henni þó gott eitt upp að unna, því engan óvin fýsir að sækja líf þess í greipar henni, og hún er því einnig vörn gegn hinum steikjandi geislum sólarinnar. En ekki má lengi við svo búið standa, það er ekki bjargvæn- legt fyrir litla þorskinn að hýrast undir hempu marglittunnar, hann verður að fara út í heiminn og afla sér fæðu, enda þótt lífi hans sé hætta búin.Hann syndir sem óðast, fram og aftur, etur allt, sem tönn á festir, og stækkar nú svo ört, að þegar hann er þriggja mánaða, er hann orðinn fjórir og hálfur sentimetri á lengd. Hann er þá orðinn allur köflóttur, og syndur sem selur. Þó gætir krafta hans ennþá lítið, til þess að skipta um stað, framdráttur sá, sem líkamsorkan getur valdið, má sín einskis móti straumnum í sjónum. Ennþá lifir litli þorskurinn við yfir-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.