Náttúrufræðingurinn - 1938, Síða 10
136 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
■ 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 ■ 111111 ■ 1111111111III
borðið, ennþá er hann í sama sjónum og tók á móti honum, þeg-
ar hann kom í heiminn, aðeins er þessi sjór, þetta vatnsmagn,
kominn langt frá gotstöðvunum, sem liður eða hluti úr hinum
mikla Golfstraum, og alltaf er hann að smákólna, eftir því,
sem lengra dregur norður á bóginn. En hvert einmitt þessi hluti
Golfstraumsins hefir borizt, einmitt sá hlutinn, sem litli þorsk-
urinn hefst við í, veltur á mörgu, þar ræður einhver dularfull
örlaganorn víst miklu um. Ef til vill er litli þorskurinn kominn
3. mynd. Þorskseiði á eldra skeiði. Efsta seiðið yngst, en það neðsta
elzt. — Strikin sýna stærðina.
alla leið austur fyrir land, og þar einhverstaðar upp í fjarðar-
mynni, ef til vill er hann kominn langt út á haf, fyrir Norður-
eða Vesturlandi, ef til vill hefir hann lent langt undan landi í
Látraröstinni, og hún hefir fleygt honum til hafs, þar hefir hann
svo komizt í straum, sem liggur suður með austurströnd Græn-
lands, og því er litli þorskurinn, þegar hér er komið sögunni,
kannske kominn alla leið upp að Grænlandsströndum, ef til vill
alla leið til Vestur-Grænlands. En hvað sem því líður, nú er sá
tími kominn, að hann fer að hverfa niður í djúpið og leita botns-
ins, en til þess neytir hann sundkrafta sinna. Nú er líka komið
fram á sumar, bráðum fer að kólna við yfirborðið, og æti þar