Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 13

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 13
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 139 /iiiiiiiiiiiHimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiii iiimiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiimmiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiii inn, hann kemur þangað aðeins einu sinni eða tvisvar, til þess nð fá sér fréttir, og eitthvað í magann, ef hægt er. Annars held- ur hann sig nú mest á ýmsum grunnmiðum, borðar þar allt, sem tönn á festir, og verður eitthvað um tuttugu og fimm senti- metrar á lengd, þegar þriðji veturinn rekur hann á ný, vegna kuldans, niður í djúpið. Þannig gengur þetta ár eftir ár, alltaf færir þyrsklingurinn sig dýpra á veturna, en á sumrin gengur hann á grunnmið, þá etur hann og fitnar, en á veturna er hann niðri í álunum, þá er þrengri í búi hjá honum, og hann vex þá lítið. Hann er að verða betur og betur fær um að forðast hætt- urnar, en sá er þó gallinn á gjöf Njarðar, að óvinirnir, sem sækjast eftir honum, verða stærri og stærri, eftir því, sem hann stækkar sjálfur. Einu sinni kom til dæmis að honum heljarmikil, kolblá ófreskja, sem hinir þorskarnir kölluðu hákarl, og var rétt með naumindum, að hann slapp undan honum lifandi, það vildi honum til lífs, að hákarlinn náði í annan þorsk stærri, og tafðist svo við það, að hann gat komist undan á meðan. Öðru sinni var hann í stórum hóp annara þorska að elta smásíld, sem hafði flækst alla leið niður að botni, þá kom hann auga á eitthvað ætilegt, sem rann ýmist upp eða niður um sjóinn skammt frá botninum. Hann vildi nú hætta að elta síldina, og eta heldur þetta, því honum leist svo vel á þáð, en þegar hann var búinn að opna munninn og var rétt kominn að því, að gleypa það, fór eins og fyrri daginn, að annar stærri þorskur kom og ýtti honum frá, og tók sjálfur bitann. En í sama vet- fangi og hann ætlaði að kyngja bitanum, tekur hann viðbragð, og stefnir beint upp í sjóinn, í áttina til yfirborðsins, það var engu líkara en að hann væri hrifinn upp til himna, hinir þorsk- arnir gizkuðu á að þessir ofansjávarenglar, sem kalla sig menn, hefðu verið þarna að verki. Nú eru liðnir sjö vetur, síðan þorskurinn kom í heiminn. Hann er nú orðinn um sjötíu og fimm sentimetrar á lengd, og að sama skapi feitur og sællegur. Hingað til hefir hann komizt klakklaust í gegnum alla hreinsunarelda, en af öllum þeim mikla og fagra systkinahóp, sem lagði af stað út í heiminn um leið og hann, eru nú aðeins eftir fimm á lífi. En þrátt fyrir það skortir hann ekki jafnaldra. Kringum hann eru milljónir af þorskum á sama reki, það er eins og sameiginleg örlög tengi þá dularfullum böndum, þeir halda sig alltaf saman, þó að fylk- ingarnar þynnist eftir því sem að stundir líða fram. Nú er átt-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.