Náttúrufræðingurinn - 1938, Síða 15
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 141
tlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllMIIIIIIIIIIIIIMlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
einu sinni enn, eða kannske oft eftir að koma á grunnmiðin,
eða í fjörðinn, þar sem hann ól æskuna, en líka getur verið að
hann verði borinn á borð suður í Granada, innan fárra mánaða.
Á. F.
»Sigþráður« í fiski.
Eins og kunnugt er, þjást fiskarnir, eins og önnur dýr, mjög
af ýmiskonar snýkjudýrum, þar á meðal bandormum. Ormar
þessir eru fljótt á litið eins og þræðir í lögun, a. m. k. þeir, sem
eru í þorskinum. Mest ber á þessum ormum, þegar þarmar
þorskins hafa verið tómir í nokkurn tíma, og segja norskir fiski-
menn við Lofoten (eftir ,,Naturen“) að ormar þessir séu merki
þess að fiskurinn sé í göngu, og kalla þá því „sigþræði“. Vitan-
lega eiga ormar þessir ekkert skylt við hreyfingar þorsksins, en
þekkja íslenzkir fiskimenn þessa hjátrú?
Á. F.
Lítið lagðist fyrir kappann.
f norska tímaritinu ,,Naturen“ er sagt frá því, að háhyrna
hafi sést gleypa æðarfugl, bíta af honum höfuðið, en skyrpa
svo bolnum út úr sér aftur. Höfundurinn er auðsjáanlega van-
trúaður á það, að þetta sé rétt, en telur þó einn heimildarmanna
sinna svo áreiðanlegan, að vart sé hægt að rengja frásögnina.
Annars er háhyrnan eins og kunnugt er, vön að ráðast á stærri
bráð, því það er hún, sem í flokkum ræðst á stórhvelin, og
leggur þau að velli. Annars etur hún bæði fisk og sel.
Á. F.