Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1938, Síða 17

Náttúrufræðingurinn - 1938, Síða 17
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 143 iiiiiimiiiiiiimiimiimimiiiiimiiimiiiiinimmiiminmmmmmmmmiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiimiiimimimiimiiimmiiiMiH villtir úlfaldar, af þeim eru báðar tegundir tamdra úlfalda komnar, bæði kameldýrið og drómedarinn. Þó er það nú talið vafasamt, hvort úlfaldar þessir séu ekki tamdir úlfaldar, sem smám saman hafa lagzt út, en hinir upprunalegu villiúlfaldar séu nú dauðir. Eins og fjöldamörg önnur dýr, sem nú eiga ein- ungis heima í heitu löndunum, hafa úlfaldarnir orðið til á Norð- ursvæðinu, fyrsta þróunin hefir farið fram í N.-Ameríku, en síðan hefir hún haldið áfram í Evrópu, og lokið þar að fullu. Út frá hinum frumlega stofni úlfaldaættarinnar hefir snemma klofnað grein, sem seinna varð að lamadýrinu, og ættingjum þess í Suður-Ameríku, en á þau dýr hefir verið minnzt áður. Eitt af mörgu, sem er markvert í dýralífi Norðursvæðisins, er útbreiðsla hjartategundanna. Fyrst er að nefna þá tegund, sem við könnumst bezt við, einu tegundina, sem til er nú á íslandi, en hún er hreindýrið. Það lifir nú í öllu kuldabeltinu, alla leið kringum heimskautið. Allt er sama tegundin, en mörg afbrigði eru af henni hvert á sínum stað. Talið er það nokkurn veginn víst, að hreindýrið hafi orðið til í Grænlandi, eða ef til vill í Norður-Ameríku, en dreifzt svo þaðan vestur á bóginn til Asíu- landanna, og austur á bóginn til Evrópu, og fyrr á tímum hefir heimkynni þess náð miklu lengra suður á bóginn en nú. Þess má til dæmis geta, að fyrir Isöldina komst það alla leið suður að Miðjarðarhafi, enda þótt það hafi þar ef til vill aldrei verið mjög útbreitt. í Evrópu og Asíu er ein tegund af elg, en önnur, skyld henni, er til vestan hafs. Líklega hefir tegundin orðið til í Evrópu, en dreifzt fyrst þaðan til Asíu, og svo aftur þaðan lengra austur á bóginn til Ameríku, og myndað þar nýja teg- und. Ýmsar aðrar tegundir en þessar tvær, eru í Evrópu, mætti þar til dæmis telja krónhjörtinn, en í Ameríku eru aðrar teg- undir, en þó skyldar. Þá má að lokum, áður en lokið er við að tala um spendýrin á Norðursvæðinu, aðeins nefna tvær ættir, nautpening og sauð- fé, og skal rétt drepið á helztu tegundirnar. Á Korsíku og Sar- diníu lifir villt fjártegund, sem hvergi er til annars staðar. Önnur er í Atlasfjöllunum í Afríku, og austur í Asíu eru þó nokkuð margar tegundir af villtu fé. Merkastar eru þó tvær tegundir, vegna heimkynnisins, en þær eru fjártegund, sem nú á aðeins heima á Kamtschatka, austast í Norður-Asíu, og teg- und, sem á heima í Klettafjöllunum í Norður-Ameríku, á öllu svæðinu frá New-Mexico til Alaska. Þessar tvær tegundir eru

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.