Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1938, Qupperneq 22

Náttúrufræðingurinn - 1938, Qupperneq 22
148 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiii»iiimiiiiiiiiiiiiiiiiiii,Hiiiimiimiiiiiiiiiiiiniiiiiiiimii|imim,iii,I,iaiIaIil» á mörgæsum, sem frekar öllu öðru einkenna þetta mikla land- flæmi. Ennfremur eru máfar, og við strendurnar eru einu spen- dýrin, sem hér er um að ræða, selirnir. Suðurheimskautssvæðið hefir þó ekki alltaf verið svona illa fallið til þess að ala dýralíf í skauti sínu. Þegar var að ræða um Eyjaheiminn og Nýja heiminn, rákumst við á ýmislegt, sem mælti með því, að á milli Krítartíma Miðaldarinnar og Tertier- tíma hinnar Nýju aldar, hafi verið landbrú, sem tengdi Ástralíu og Suður-Ameríku yfir það svæði, sem hér er um að ræða. Þá hafa dýraflokkar farið á milli þessara heimsálfa um Suður- heimskautssvæðið svo þar hljóta þá skilyrði öll að hafa verið betri en þau eru nú. Með því mæla' einnig steingervingar, sem fundist hafa hér frá þessum tímum. e. Sjórinn. Þegar fljótt er á litið, virðist sjórinn hafa frekar fábreytt og einhæf skilyrði að bjóða borgurum sínum, og skyldi maður því ætla, að dýralífið í sjónum sé mjög líkt hvar sem er. En þannig er þessu ekki varið. í sjónum eru skilyrði fyrir þær lífverur, sem á botninum eða við botninn búa (Benthon), fyrir þær, sem um sjóinn synda (Nekton) og loks fyrir milljón- irnar sem berast með straumunum (Plankton). Eins og kunnugt er, er hafsbotninn mjög breytilegur, þar sem skiptast á klappir og grjót, sandur og leir, og eru því til fjölbreytt skilyrði fyrir botndýrin af þessari ástæðu einni, en þó koma fleiri til, sem ekki er hægt að greina hér. Á hafsbotni eru einnig víða sam- félög dýra, eins og t. d. kóralrifin, sem aftur bjóða heilum hópum annara dýra ágætan samastað. Loks er dýralífið í sjón- um mjög breytilegt, eftir því hve seltan er mikil, en auk þess hefir birtan hina mestu þýðingu, og þess vegna skiftir mjög í tvö horn um dýralífið nálægt yfirborði eða við botninn á grunn- sævi annars vegar, og niðri í'djúpunum dimmu hins vegar. Eftir öllu þessu getum við vel skipt sjónum niður í svæði, engu síður en löndum jarðarinnar. Þannig getum við greint á milli strand- svæðisins, svifdýrasvæðisins og djúphafssvæðisins. Strand- svæðið er vanalega látið ná frá ströndunum út á 400 metra dýpi, en grynnsti hluti þess, niður að 40 m., er oft greindur frá og nefndur fjörusvæðið. Svifdýrasvæðið tekur við fyrir utan 400 m. dýptarlínuna, og nær frá yfirborði niður á 400 m. dýpi. Þar fyrir neðan kemur svo þriðja og stærsta svæðið, djúphafs- svæðið. Það er einnig hægt að skipta hafinu í svæði á annan hátt, eftir hitastigi og legu á hnettinum, og styðjast þá við mis-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.