Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1938, Qupperneq 24

Náttúrufræðingurinn - 1938, Qupperneq 24
150 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN <iiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiiniiiiiiiii Kenningar um Geysis-gosin. Magister S. L. Tuxen, sem er okkur íslendingum að góðu kunn- ur, meðal annars vegna þess að hann er aðal-ritstjóri hins mikla verks: „Zoology of Iceland", hefir skrifað allmikla grein í „Natur- ens Yerden“, undir nafninu: „Store Geysir paa Island samt om Geysir-Theorier“. Vegna þess að í þessari ritgjörð eru dregnar saman í eina heild ýmsar eldri og yngri kenningar um orsök gos- anna, þykir mér rétt að birta hér stuttan útdrátt úr henni, og þakka ég höfundinum, að hann hefir gefið mér heimild til þess, og útvegað mér að láni þær myndir frá „Naturens Verden“, sem hér eru sýndar. Höfundurinn drepur fyrst á eldri heimildir um Geysis-gos og telur Saxo (ca. 1200) hafa þekkt Geysi af afspurn, eftir lýsingum hans að dæma. Nafnið Geysir kemur fyrst fram á sjónarsviðið 1647 í hinni latnesku íslandslýsingu Brynjólfs biskups Jónssonar, en á prenti kveður höf. elztu heimildir um Geysi vera í danskri landafræði frá 1743 og þá í ferðabók Eggerts Ólafssonar 1772. Höfundurinn minnist nokkrum orðum á sögu Geysis frá því að heimildir geta hans fyrst, og þangað til hann hættir að gjósa 1916, og endurfæðingu hans eftir aðgerðir dr. Trausta Einarssonar 1935. Loks er lýsing á staðháttum við Geysi, á honum sjálfum, sem og gosunum. En allt þetta er Islendingum kunnugt, ýmist af eigin sjón, eða þá af fjölmörgum greinum og tímaritum, að eigi er þörf að gera því frekari skil hér. Á hinn bóginn kynni lesendum Nátt- úrufræðingsins að þykja gaman að heyra um hugmyndir þær, sem ýmsir hafa gert sér um orsakir gosanna og vil ég því drepa nokk- uð nánar á það, sem magister Tuxen skrifar um þessa hlið máls- ins. 1. Mackenzie-kenningin 1810. Lærdómsmaðurinn skozki, Sir George Mackenzie, kom til Geysis 1810. Hann staðhæfir, að hvað- an, sem hitinn komi, sé hann breytilegur, og gerir ráð fyrir að fjöldi af neðanjarðar glufum standi í sambandi við gospípuna. tít frá þessu skýrir hann gosið á þessa leið (sjá 1. mynd) : C er glufa, sem er fyllt sjóðandi vatni og vatnsgufu, en þrýstingurinn frá henni lyftir vatninu í gígnum upp af P. Ef hitinn hækkar nú skyndilega, myndast meiri gufa. Vatnssúlan PQ hækkar þá ef til vill svo mikið við þrýstinginn, að yfirborð vatnsins niðri í gjót-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.