Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 25

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 151 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiihimiimiiimiiii unni lækkar frá A til Q, en þá getur gufan brotist upp um píp- una og þeytt nokkru af vatninu úr henni með sér; þá er gos. Þegar gufan er komin burtu, minnkar þrýstingurinn í gjótunni á ný og vatnið lækkar, en haldi því áfram að berast hiti utanað, mynJast meiri gufa, og nýtt gos brýtzt út, meira en það fyrra, því að nú hefir vatnsstöpullinn í pípunni minnkað og þar með þrýstingur hans. Þannig getur hvert gosið komið eftir annað, þangað til allra stærsta gosið rekur lestina, og tæmir allt vatnið úr skálinni og pípunni, en þá er gosunum lokið í bili, ef til vill einnig vegna þess, að vatnið í jörðunni fær ekki meiri hita að utan. 1. mynd. Skýring á Mackenzie’s kenningunni. (Eftir Mackenzie). 2. Herschell-kenningin, 1832. Hún er sú fyrsta, sem byggist á tilraunum. Ef vatn úr íláti er látið streyma gegnum glóandi járnpípu, rennur það ekki í gegnum hana með jöfnum straumi, heldur með smá-sprengingum, þannig að fyrst þeytist gufa út úr pípunni, en þá vatn. Milli sprenginganna rennur vatnið aftur nið- ur í pípuna. Herschell taldi því að gosin hæfust, þegar kalt vatn neðan úr jörðunni kæmi upp í heitan gíginn. Þessi kenning er þó ekki rétt, því að hvorki er vatnið, sem hverinn gýs, kalt, né gíg- urinn glóandi.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.