Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 30

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 30
156 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiimmiimiimiiiimiiiiiiiiiimmimimmiiiiiimiiiiiiiiimiimmiimimmiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiiii Eigi að draga ályktanir af þessum tilraunum um eðli gos- anna í náttúrunni, kemst maður að þessari niðurstöðu: Ef að vatn- ið, sem streymir að hitasvæðinu undir gígnum er hátt, fást hverir með sjóðandi vatni, en ekki goshverir. Sé vatnið á hinn bóginn hátt, en þannig að það lækki af einhverjum ástæðum, eða vatns- stöpullinn í sogpípunni hækki, verður niðurstaðan hver, sem gýs óreglulegum gosum með miklum krafti (t. d. Geysir). Ef vatnið er aftur á móti lágt, fæst hver með hlutfallslega rólegum, reglu- bundnum gosum. 4. mynd. „Gervi-hver“ sá, sem.Jaggan bjó til. Sjá lesmálið. (Eftir Jaggar). Þessar tilraunir virðast koma í mótsögn við staðreyndir, þar sem það hefir einmitt sýnt sig, að hægt er að fá hveri til þess að gjósa með því að lækka vatnsstöpulinn í pípunni, eins og gert hefir verið við Geysi. 8. Kenning Þorkels Þorkelssonar, 1910. 1 stóru riti um íslenzka hveri ræðir dr. Þorkell Þorkelsson, forstjóri veðurstofunnar, einn- ig um gosfyrirbrigðið, og á athugunum á öðrum hverum en Geysi byggir hann nýja kenningu. í fyrsta lagi telur hann, að hitamæl- ingar Bunsens sýni ekki jafna hitaaukningu á milli gosanna, og verði því að leita ástæðunnar fyrir þeim utan gospípunnar. í öll- um hverum sjást sífellt loftbólur stíga upp (hið svonefnda hvera-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.