Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 31

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 157 iiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiimimiimmiiiiiimmiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimmmiii loft), en í Geysi sjást þær ekki, fyrr en vatnið nær upp að skálar- brún; hljóti því neðanjarðar að vera hólf, sem hveraloftið safn- ast í. Þrýstingurinn í þessum hólfum eykst stöðugt við það að sí- fellt streymir hveraloft að, en þrýstingurinn frá hinu hækkandi vatni í gospípunni vegur á móti. Þegar vatnið er búið að fylla skálina og er hætt að hækka, verður þrýstingurinn í hólfunum meiri, og þá byrja loftbólurnar að stíga upp. Þessar bólur stíga hægt og jafnt upp í gegnum vatnið sé gospípan jafn víð, en sé hún einhvers staðar svo þröng, að loftbólurnar fylli þar út í hana, verður vatnssúlan, sem á bólunum hvílir, léttari og þrýstingur hennar þess vegna minni. Af minna þrýstingi leiðir meiri suðu og meiri loftbólur, svo að nokkuð af vatninu þrýstist upp úr gos- pípunni. Við það minnkar þrýstingurinn enn, loftbólumyndunin eykst enn meir o. s. frv. Þá er byrjað gos. Við gosið hverfur loft- ið úr hólfunum, svo að nýtt gos kemur ekki aftur, fyrr en hvera- loft og gufa hafa náð sama háa þrýstingi og áður. Þorkell Þorkelsson hefir viljað gera hvorttveggja í senn, að benda á þýðingu hveraloftsins og sýna, hvernig stöðugt hita-að- streymi getur myndað reglubundin gos. Við þetta er þó það að athuga, að sá meginmunur er á hveralofti og gufu, að hið ný- myndaða hveraloft hefir ætíð sama — eða næstum sama — þrýst- ing, þar eð það ltemur frá djúplægum, heitum jarðlögum, en aft- ur á móti eykst þrýstingur gufunnar stöðugt, vegna þess að hún stafar frá grunnvatni, sem hitagjafinn smá hitar upp. Forði af hveralofti, sem myndaður er af mörgum loftbólum, hefir því eigi meiri þrýsting en ein loftbóla, en það hefir gufuforði. Kraftauki sá, sem nauðsynlegur er til þess að vega á móti vatnsþrýstingnum í gospípunni, hlýtur því að stafa eingöngu frá gufu. 9. Kennmg Trausta Einarssonar, 1937, styðst við athuganir gerðar eftir að Geysir hóf að gjósa aftur þann 28. júlí 1935. Fyrst aðgætti hann hvort líkur væru til, að gospípan stæði í sambandi við stór neðanjarðar-hólf, sem hveraloft eða gufa gætu safnast í. Þegar gosið er liðið hjá, fyllist gospípan smám saman aftur af vatni. Ef göng lægju nú frá gospípunni inn í slík hólf, mundi vatnið stíga hægara á meðan þau eru að fyllast, þ. e. vatnið mundi stíga mishratt. Nú sýndi það sig að vatnið stígur með jöfnum hraða í pípunni, og bendir það á, að hólfin séu ekki til, enda gef- ur lögun gospípunnar ekki tilefni til þess að halda að þau séu nokkur (sjá 5. mynd). — Við þetta er það að athuga, að því að- .eins stígur vatnið í gospípunni mishratt, að hólfin fyllist frá gos-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.