Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1938, Side 34

Náttúrufræðingurinn - 1938, Side 34
160 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN .................I.......................... á hæð og 5 mm að þvermáli, fæst með 300 rúmsentímetra flösku aðeins lítið gos (5—10 cm), en sé efri endinn dreginn út í odd (þrengdur eins og sýnt er á myndinni) verður gosið öflugra, eða allt að 1—1,5 metrar. Með því að auka mótstöðuna, sem yfirvinna skal (þrengja pípuna), eykst þannig goskrafturinn. En stærðar- hlutföllin í þessari „gospípu“ svara engan veginn til stærðarhlut- fallanna í gospípu Geysis, og séu hlutföllin milli lengdar og vídd- ar í „gospípu" þessa gervi-Geysis höfð þau sömu og í Geysi sjálf- um, fæst ekkert gos, hvort sem flaskan er stór eða lítil. Auk þess er engin mjódd efst á gospípu Geysis, sem svarað geti til „odds- ins“ á líkaninu. Af þessu sést, að það er rangt að líkja þessum tveimur gospípum saman. Hins vegar er ekkert því til fyrirstöðu, að „gospípa“ líkansins svari til ganga þeirra, sem liggja inn í gospípu Geysis. Til þess að skýra þetta nánar, var búið til áhaldið, sem sýnt er á 6. mynd. Pípah, sem sést mitt á vinstra helmingi myndarinnar, 6. mynd. Líkan til þess að skýra Geysis-gosin. (Tuxen). er með réttum „Geysishlutföllum", en minnkuð 100 sinnum. í 12 „metra“ dýpi liggja inn i hana tvær pípur, „gangar“, beygðar á sama hátt og hjá Lang, og liggja þær hvor frá sínu „hólfi“, þ. e. a. s. flösku, en flöskurnar eru hitaðar upp. í báðar flöskurnar liggja vatnsleiðslur á sama hátt og í líkani því, sem sýnt er á 4. mynd. Vatnshæðin í flöskunum hægra megin á myndinni svar- ar til hæðar grunnvatnsins. Þegar vatnið í flöskunum byrjar að sjóða, sjást gufubólur stíga upp og safnast í hnén á pípunum, en þegar þær hafa fengið næg-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.