Náttúrufræðingurinn - 1938, Qupperneq 36
162 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii»
eru nú x) í tveimur stigum. Séu flöskurnar — hólfin — misstór-
ar, sýður misfljótt í þeim, gufan úr flöskunni, sem fyrr sýður í,
knýr nú vatnið upp úr „gospípunni“ (1. stig), en við það lækkar
þrýstingurinn á vatninu í hinni flöskunni (hólfinu) og hafi það
verið nærri suðumarki (svarandi til þrýstingsins) verkar það nú
sem yfirhitað vatn og sýður því ákaflega (2. stig). Að vísu sést
þetta naumast með áhaldinu, vegna þess að 12 sentímetra vatns-
súla breytir suðumarkinu svo lítið, en í Geysi, þar sem tilsvar-
andi vatnssúla er 12 metrar, svarar þetta til þess að suðumarkið
lækki skyndilega um 20 stig, og ætti því að vera mjög áberandi.
Séu hólfin mörg og misstór, gæti þetta skýrt það, hve gos Geysis
eru misstór og óregluleg.
Tilgangurinn með þessum línum var ekki aðeins sá, að safna
saman öllum þeim sjónarmiðum, sem lögð hafa verið til grund-
vallar skýringum á gosum Geysis, heldur einnig að benda á, að
það er ekki rétt að „gosfyrirbærið megi teljast til þeirra náttúru-
viðburða, sem bezt séu skýrðir“ eins og jarðfræðingurinn Ussing
sagði árið 1904, nema öll fyrirbæri í náttúrunni teljist illa skýrð.
Engin af þeim kenningum, sem lýst hefir verið, virðist skýra gos-
ið á viðunandi hátt, enda þótt skýring Langs virðist að mörgu
leyti bezt. Stöðugar hitamælingar í gospípunni virðist vera eina
aðferðin, sem nú er kunn, til þess að skýra gosið til hlýtar. Auð-
veldast virðist að mæla hitann með hitarafmagni,1 2) af því að
með þeirri aðferð er hægt að fylgjast með hitabreytingunum í
hvernum hvar sem er, einnig á meðan á gosi stendur. Eins þyrfti
aðr mæla vatnsmagn það, sem streymir frá hvernum, bæði á und-
an gosi og einnig á meðan á því stendur. Þær mælingar má þó
telja lítt framkvæmanlegar við Geysi, þar eð kraftar þeir, sem
losna úr læðingi við gos hans, eru svo ákaflega miklir. Þá mætti
mæla þetta við aðra minni goshveri, en af þeim er fjöldi á ís-
landi. Þó er sá hængur á því, að það er alls ekki víst, að allir
1) Ýmislegt bendir á, að 2. stig gossins sé nýtt fyrirbæri, sem ekki hafi
verið til fyrir 1935.
2) Sé málmþráður á tveim stöðum bræddur við þræði úr öðrum málmi,
og séu bræðslustaðirnir ennfremur misheitir, myndast rafmagnsspenna á
milli bræðslustaðanna. Sé nú hitinn á öðrum bræðslustaðnum þekktur, er
hægt að reikna út hitann á hinum bræðslustaðnum með því að mæl;a raf-
magnsspennuna. Sé því annar bræðslustaðurinn niðri í hvernum, en hinn
t. d. í 0 stiga heitu ísvatni, er hægt að finna með mælingu á „hitarafmagn-
inu“ hvað vatnið í hvernum er heitt.