Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1938, Qupperneq 37

Náttúrufræðingurinn - 1938, Qupperneq 37
NÁTTÚRUFRÆÐINGUKINN 163 iipiiimiiiiiiiiimiiiiiimiiimimiiiiiiiiimiimmimiiiiiimiiiimmiiiiiiiimimmiimmimmmmmmmmniiiimmiiimminm hverir gjósi af sömu ástæðu, og er því varasamt að draga álykt- anir um Geysi af rannsóknum á öðrum minni hverum. — Það væri óskandi, að hin nýju gos Geysis vektu nýjan áhuga á þessu viðfangsefni, sem leiddi til réttrar lausnar á því, lausnar, sem allir gætu fellt sig við. Á. F. Hver skyldi trúa því? Rannsóknir, sem gerðar'hafa verið á rafmagnsál í vatnsbúri (aquarium) í New York, hafa leitt í ljós, að rafmagnsspennan í líkama dýrsins getur orðið ótrúlega há. Rafmagnsállinn, eða hrökkállinn, eins og við köllum hann, á heima í vötnum í Suður-Ameríku. Stirtlan á honum er mjög löng og vöðvamikil, en vöðvarnir ummyndaðir í rafmagnstæki, og eru tvö slík á hvorri hlið, annað stærra, en hitt minna. Tæki þessi ná yfir fjóra fimmtu hluta af allri lengd dýrsins, og eru gerð úr 6—8 þúsund þunnum „plötum“ hvoru megin. — Stærstu hrökkálar geta orðið yfir tveir metrar á lengd, en sá, sem tilraunin var gerð með í New York, var aðeins 30 cm. lang- ur. Þrátt fyrir það, reyndist spennan í honum hvorki meira né minna en 190 volt! Ennþá merkilegra var þó ef til vill það, sem leitt varð í ljós, en það er að rafmagnssveiflurnar fóru með 300 metra hraða á sekúndu um fiskinn, eða tíu sinnum hraðar en taugaáhrif í oss mönnum! Á. F. Betra að hella Iýsi en steinolíu á bylgjurnar. Eftir því, sem danska náttúrufræðitímaritið „Naturens Verden“ hefir eftir þýzka tímaritinu „Die Umschau", hefir danski flotinn undanfarið gert tilraunir í Norður-Atlantshafinu til þess að lægja brotsjói með því að hella á þá lýsi. Eftir þeim tilraunum að dæma, sem gerðar hafa verið, reyndist lýsið miklu betur en steinolía. Það sýndi sig, að ekki þurfti nema einn lítra af lýsi til þess að lægja brot á jafnstóru svæði og tuttugu og einn lítri af steinolíu. Og þar að auki naut áhrifanna frá lýsinu 3—4 sinnum lengur heldur en áhrifanna frá steinolíunni. Á. F.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.