Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1938, Side 47

Náttúrufræðingurinn - 1938, Side 47
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 178 'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiimiiiiiiii á vorin, en þjóti þá upp með miklum hraða líkt og gerist í heim- skautalöndum. Þegar ég var í Víðidal, var gróðri svo skammt komið, að bláberjalyng var enn víða í blómi, og vísar hvergi teknir að dökkna á krækiberjum. Það þarf ekki að leiða neinum getum að því, hversu skaðvæn áhrif mikil fjárbeit hefir undir þessum skilyrðum, einkum framan af sumri. Gróðri brekknanna í dalnum er svo háttað, að runngróður og blómlendi er þar mest áberandi. Þessar tegundir eru algengastar: grávíðir (Salix glauca), gulvíðir (S. phylicifolia), aðalbláberja- lyng (Vaccinium myrtillus), bláberjalyng (V. uliginosum), blá- gresi (Geranium silvaticum), hnoðamaríustakkur (Alchemilla glo- merulans), maríustakkur (A. minor) og vallelfting (Equisetum pratense). Sums staðar vex hrútaberjalyng (Rubus saxatilis) mjög stórvaxið. Þar sem raklendast ei; í dældum og hvömmum, hverfur runngróðurinn, en blómjurtirnar, einkum blágresi og maríustakkur, verða ráðandi. Af grösum, sem mest ber á í þess- um gróðurlendum, má nefna: Reyr (Anthoxanthum odoratum), reyrgresi (Hierochloe odorata), túnvingul (Festuca rubra), vallar- sveifgras (Poa pratensis), fjallafoxgras (Phleum alpinum) og bugðupunt (Deschampsia flexuosa). Á þurrustu rimunum í brekkunum vex mest grávíðir (Salix glauca) og stinnastör (Carex rigida) og á einstöku stöðum þursaskegg (Elyna Bellardi). Annars eru þursaskeggs-brekkur þar lítið útbreiddar. Á tveimur stöðum fann ég mjög kyrkingslegt og jarðlægt birkikjarr, örfáar plöntur á báðum stöðunum. Eru það vafalaust leifar af birkikjarri því, er Sigfús Jónsson getur í grein sinni, en mjög mun það nú vera miklu minna en áður var, því að teinunga þessa, sem enn eru þar eftir, mundi enginn maður kalla „birkivið“. Eininn (Juni- perus commurvis), sem Sigfús einnig talar um, fann ég nú aðeins á einum stað, einn smávaxinn runna. Birkið og eininn fann ég í brekkum norður frá bænum, og vita þær mót suðri. Á einstöku stöðum um neðanverðar hlíðarnar eru smámýrasund við læki og uppsprettur, þar vaxa þessar tegundir: klófífa (Eriophorum volystachium), hrafnafífa (E. Scheuchzeri), stinnastör (Carex rigida), ljósastör (C. rostrata) og smávaxinn grávíðir (Salix glauca). Þegar kemur hér um bil 200 metra yfir bæjarrústirnar tekur gróður mjög að breytast. Þá hefst venjulegur fjallagróður með smjörlaufi (Salix herbacea) og fjallasmára (Sibbaldia procum- bens), sem ríkjandi plöntum í lægðum, en þar sem hærra ber á,

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.