Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 48

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 48
174 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN .iiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiimiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiir eru mosaþembur með smjörlaufi (S. herbacea) og stinnastör (Carex rigida). Ef litið er á gróðurinn utan túnstæðisins sem heild, þá er hann í engu frábrugðinn því, sem vænta mætti um gróður í skjólsöm- um fjalladal. Berum vér þessa lýsingu saman við það, sem vér vitum um hann áður, getum vér ekki nefnt með vissu aðrar breyt- ingar en þær, að birkið og einirinn hafa næstum horfið, sem er eðlileg afleiðing beitarinnar, meðan búið var í dalnum. iíins vegar verður ekki sagt, að gróðurinn sé nú með nokkrum hnignunar- merkjum, eins og Thoroddsen talar um í síðari frásögn sinni, enda mun hann nú hafa náð sér eftir svo langa friðun. Gróðurinn er yfirleitt allstórvaxinn, þroskalegur og fjölskrúðugur. 1 gróður- sirklunum, er ég gerði í brekkunum, fundust frá 20—30 tegundir í hverjum 10 blettum, er voru 1/10 m- hver. Víðidalstún fyrr og nú. Með tveimur eftirfarandi töflum hefi ég leitast við að gefa yfir- lit yfir, hvernig gróðri er nú háttað á þeim hluta grundarinnar við bæjarrústirnar í Víðidal, sem með vissu verður sagt um að hafi verið tún, meðan var búið. Auðvitað getur túnið hafa verið stærra, og að víðirunnarnir séu nú búnir að leggja undir sig útjaðra þess. Fyrri taflan (Tafla I.) er plöntulisti, þar sem taldar eru allar þær æðri plöntur, er ég við nákvæma leit gat fundið í túnstæðinu. Taflan er þrídálkuð. I 1. dálki eru þær tegundir, sem fundust í tóftarbrotunum og næsta nágrenni þeirra, í 2. dálki þær, sem uxu í sjálfu túninu og í þeim 3. tegundir, sem fundust í lækjardrög- um þeim í túnjöðrunum, er fyrr getur. Síðari taflan (Tafla II.) sýnir niðurstöður sirklana, er gerðar voru eftir Raunkiærs-aðferð, þannig að með sirkli eru afmarkaðir 10 blettir, hver Vi0 m2. Sú tegund, sem finnst í öllum blettunum fær töluna 100, sú, er finnst í 9 90 o. s. frv. Þannig sýna tölurnar í dálkunum hundraðshlutföll milli hinna einstöku tegunda í gróð- urlendinu. Fyrstu þrír dálkarnir, 1—3, sýna niðurstöður sirklana úr sjálfu túnstæðinu, 4. dálkur úr blómlendinu við tóftarbrotin, 5. dálkur úr lækjardraginu, og 6. dálkur úr víðigrundinni utan túns, og hann er tekinn með til samanburðar.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.