Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 55

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 55
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 181 miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiHiiiiinii 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 að hann hafi fremur vaxið þarna en annars staðar, vegna ræktun- arinnar, og væri að einhverju leyti leifar túngróðursins. Allar hin- ar tegundirnar, sem vaxa í túnstæðinu, eru algengar úthagaplönt- ur, sem tæpast er unnt að ætla að séu á nokkurn hátt leifar tún- gróðursins, eða komnar þarna fyrir þá sök, að þær hafi sótzt eftir að vaxa í hinu ræktaða landi. Hitt er annað mál, að þegar víðikjarrinu var rutt í brott, þá fengu þær þarna bætt gróðurskil- yrði, og hafa síðan orðið til þess að útrýma hinum fátæklega tún- gróðri, sem þarna hafði fengið fótfestu. 3. mynd. Maríustakksblettur við hlaðvarpann í Víðidal. Niðurstaðan af þessum athugunum verður þá sú, að eftirfylgj- andi plöntutegundir megi telja leifar túngróðursins í Víðidal: Achillea millefolium (Vallhumall). Agrostis tenuis (Hálíngresi). Deschampsia cæspitosa (Snarrótarpuntur). Taraxacum acromaurum (Túnfífill). Poa pratensis (Vallarsveifgras). Rumex acetosa (Vallarsúra). Cerastium cæspitosum (Vegarfi). Deschampsia alpina (Fjallasveifgras). Festuea rubra (Túnvingull). Agrostis canina (Týtulíngresi).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.