Náttúrufræðingurinn - 1938, Síða 56
182 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
111111111111111111111111111111111111111111111111111111 ■ 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 ■ 111111111111111111111111111111111111111 >
Fjórar hinar fyrst töldu tel ég líklegt, að hafi flutzt inn í dalinn
rneð mönnum. Hinar heyra allar til villigróðri dalsins, en hafa
vafalaust vaxið betur í túninu en annars staðar, meðan ræktunar-
innar naut, og búa þær að því enn, að undanteknum tveimur þeim
síðustu, sem virðast njóta jafngóðra skilyrða utan túnstæðisins
sem innan þess.
Það verður þannig ljóst, að nú eru eftir litlar minjar túngróð-
ursins í Víðidal, enda þótt víðigróðurinn hafi enn ekki getað lagt
túnið undir sig. En þar sem telja má vafalaust, að túnið hafi
aldrei verið komið í fulla rækt, er það næstum undravert, hversu
einstakar tegundir túngróðursins hafa haldið velli í baráttunni
við villigróðurinn, sem vitanlega hefir aldrei verið upprættur
þaðan.
Að svo búnu læt ég staðar numið. Vel má vera, að rannsókn
fleiri eyðitúna og samanburður þein-a við ræktuð afdalatún kynni
að leiða til einhverra annarra niðurstaðna, en höfuðatriðum þess,
er hér er sagt, mun það tæplega breyta.
Akureyri, 10. febrúar 1938.
Steindór Steindórsson.
Úr bréfi frá Akwreyri.
Frá Akureyri ritar Kristján Geirmundsson 31. maí:
Auðnutittlingarnir mínir þrífast vel hjá mér í búrinu (sem er
stórt og úti). f sumar er leið, verpti eitt par, og þegar ungarnir
voru orðnir 8 daga gamlir, fór móðirin að leggja undirlagið að
nýju hreiðri, og sjö dögum seinna var fyrsta eggið komið í það.
Voru þá ungarnir úr hinu hreiðrinu skriðnir út á greinarnar
fyrir þrem dögum. Báðar útunganirnar lánuðust vel.
I vetur gat eg veitt tvo lifandi svartþresti, karl og kvenfugl, að
eg álít. Þeir eru báðir í fuglabúrinu mínu og líður vel, og kemur
vel saman við auðnutittlingana mína. Töluvert er hér í vetur af
gráþröstum, og lítur út fyrir að þeir ætli að fara að koma hér á
hverjum vetri.
Eg náði einum fugli af L. rubecula (Gulbrysting, B. Sæm.), og
á eg hann nú uppsettan. B. Sæm. getur um, að hann hafi aðeins
einu sinni sézt hér á landi, fyrir um tuttugu árum. Hafi verið
settur í búr, en sloppið eftir fimm daga. Ól. Friðriksson.