Náttúrufræðingurinn - 1938, Side 57
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 183
IIIIIIIIIIIIII■■III■II■IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII■IIIIII1IIIIIIIIIIIII1ISIIIIIIIIIIII■IIIIIIIIIIIII■IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII
Árangur ísl. fuglamerkinga. XIV.
A. Innanlands:
1) Hrafn (Corvus corax tibetanus, Hodgson), merktur
(3/237), ungi í hreiðri í Stóra Dímon á Rangárvöllum, þ. 5. júní
1933. — Fótbein úr þessum fugli fannst með merkinu á, hjá Heiga-
felli í Mosfellssveit, í byrjun febrúarmánaðar 1938. Var hann þá
sýnilega dauður fyrir löngu.
2) Kjói (Stercorarius parasiticus (L)). Merktur (5/558), á
unga aldri, hjá Orrastöðum í Austur-Húnavatnssýslu, þ. 1. júlí
1934. — Skotinn í Vík á Skagaströnd þ. 2. júlí 1938.
3) Lómur (Colymbus stellatus, Pontopp.), merktur (3/710),
hjá Stakkadal á Rauðasandi, þ. 20. júní 1937. Var hann þá ungi.
Festist í selanót í Bæjarós á Rauðasandi og var tekinn þar lifandi
og ómeiddur. Var honum sleppt aftur, en merkið tekið af honum
og endursent, vegna þess að finnandi hélt að það ætti sök á því,
að fuglinn festist í netinu!!
4) Svartbakur (Larus marinus, L.). Ungi merktur
(2/163) hjá Hvammi á Landi í Rangárvallasýslu, þ. 9. júlí 1933.
Fannst dauður hjá Sýrlæk í Flóa í Árnessýslu, þ. 25. maí 1936.
En fundurinn var ekki tilkynntur og merkið sent, fyrr en þ. 20.
ágúst 1938.
5) L óm u r (Colymbus stellatus, Pontopp.), merktur (3/707),
hjá Gröf á Rauðasandi, þ. 16. ágúst 1936. Var hann þá ungi. —
Veiddist í net frá Litla-Ósi í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu, þ.
20. júní 1937. Tilkynnt þ. 5. sept. 1938.
6) Stokkönd (Anas platyrhyncha subboscas, Brehm). Merkt.
(4/314) í Kolisvík í Barðastrandasýslu, þ. 27. sept. 1936. Fannst
dauð hjá Kaldaðarnesi í Flóa í Árnessýslu, þ. 26. júlí 1937. — Til-
kynnt þ. 13. sept. 1938.
7) Maríuerla (Motacilla alba alba, L.). Ungi, merktiu'
(7/1630) í hreiðri í Hvammi á Landi í Rangárvallasýslu, þ. 28.
júlí 1938. — Drepin af ketti um miðjan ágústmánuð sama ár, á
Þjórsárholti í Árnessýslu.
8. Smyrill (Falco columbarius subaesalon, A. E. Brehm),
ungi, merktur (4/3) hjá Guðlaugsstöðum í Blöndudal, Austur-
Húnavatnssýslu, þ. 7. júlí 1932. — Skotinn þ. 7. maí 1938 á Hauka-
gili í Vatnsdal, A.-Hún.