Náttúrufræðingurinn - 1938, Side 58
184 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111
9) Húsönd (Glaucionetta islandica (Graelin). Fullorðin önd,
merkt (3/1224) hjá Grímsstöðum við Mývatn þ. 18. júní 1938.
Skotin hjá Lóni í Kelduhverfi þ. 14. nóv. 1938.
B. Erlendis:
1) Grágæs (Anser anser (L)). Merkt (2/256) hjá Orrastöð-
um í Austur-Húnavatnssýlu, þ. 26. ágúst 1934. Var hún þá ungi.
Skotin hjá Wexford Harbour á Irlandi, þ. 20. febrúar 1938.
2) Jaðrakan (Limosa limosa islandica, Brehm). Merkt
(5/1880) hjá Ölvesholtshjáleigu, Holtum í Rangárvallasýslu, þ.
1. júlí 1938. Skotin fyrstu dagana í september, skammt frá Guer-
che í Bretagne, Dept. llle et Vilaine, á Frakklandi.
3) Tjaldur (Hæmatopus ostralegus ostralegus, L). Ungi.
merktur (4/999) hjá Hvammi á Landi, Rangárvallasýslu, þ. 26.
júní 1937. — Skoti'nn þ. 5. október 1938, hjá Lancaster, Lanca-
shire á Englandi.
4) Rauðhöfðaönd (Mareca penelope (L)). Ungi, merktur
(4/693) á Sandi í Aðaldal, S.-Þingeyjarsýslu, þ. 1. ágúst 1937.
Skotin þ. 20. apríl 1938, á Pendikowsky-vatni, skammt frá Tosno
í Leningrad-héraði í U. S. S. R.
5. S kú m u r (Catharacta skua skua, Briinnich). Ungi, merktur
(3/189), þ. 16. júní 1935, hjá Kvískerjum á Breiðamerkursandi.
Skotinn við Vestur-Grænland (63° 35’ Nbr. 52° 10’ V.l.) þ. 4. ágúst
1937. (Samkv. tilkynningu frá Færeyjum)).
6) Hrossagaukur (Capella gallinago faeroensis C. L.
Brehm), juv. Merktur (6/2195) á Hvammi á Landi, Rang. þ. 16.
júlí 1938. Skotinn þann 11. nóvember 1938, hjá Bhasapol-vatni á
Tiree-eyju, í Suðureyjum við Skotland.
7) Hrossagaukur (Capella gallinago faroensis (C. L.
Brehm). Merktur (7/875) á Grímsstöðlm við Mývatn, þ. 19. júní
1936. Fannst dauður hjá Ardaver í Killeter, Co. Tyrone á Norður
Irlandi, þ. 22. desember 1938.
8) Rauðhöfða ö n d (Mareca penelope (L), 5 ad. Merkt
á Víðikeri í Bárðardal (4/102), þ.2/. júní 1932. Skotin nálægt
Soutport í Lancashire á Englandi, þ. 20. desember 1938.
9) Grágæs (Ansersp. ?). Merkt (2/372) hjá Hvoli í Fljóts-
hverfi, Vestur-Skaftafellssýsla, þ. 10. júlí 1938 og taldi merkjand-
inn að þetta væri Stóra-grágæs. Skotin hjá Rochestown við ána
Barrow á írlandi, snemma í janúar 1939. írar segja að þetta hafi