Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 59

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 59
NÁTTÚRUFKÆÐINGURINN 185 .............................iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii.... verið blesgæs (A albifrons, Scop.), en þetta er ekki full upplýst ennþá. 10) Rauðhöfðaönd (Mareca, penelope L). 3 ad. Merktur (4/680) á Sandi í Aðaldal, þ. 8. júlí 1936. Var hann þá í sárum. Skotin við ósa Súlu-ár, þar sem hún fellur í Petchora ána í Nen- etzksýslu, Arkangelskamti í U. S. S. R. þ. 17. maí 1938. 11) Máríuerla (Motacilla alba alba, (L) juv. Merkt (8/845) hjá Grímsstöðum við Mývatn, 2. júlí 1938. Veiddist í Bayonne, Coté Basque á Frakklandi, seinnipartinn í nóvember 1938. C. Fuglar merktir erlendis: 1) Hvítmáfur (Larus hyperboreus Gunnerus), merktur: VOGELWARTE HELGOLAND, 327347, var skotinn í Vogsósum í Selvogi þ. 5. apríl 1938. Hafði verið merktur í Hornsundi á Spitz- bergen, þ. 24. júlí 1937. 2) Grafönd (Anas acuta acuta (L), merkt ORIELTON DECOY 2846. PEMBROKE. BRITAIN. Fannst dauð hjá Víkinga- vatni í Kelduhverfi, Norður-Þingeyjarsýslu, þ. 10. ágúst 1938. Þessi önd hafði verið merkt þ. 5. desember 1937 í Pembroke í Suð- ur Wales á Bretlandi. Sjaldséður fugl Sunnudaginn 7. ágúst 1938 var eg staddur í Vaglaskógi. Sá eg þá fugl, sem eg ekki bar kennzl á og hafði aldrei séð áður. Fuglinn var frekar lítill, gulgrár að lit og sló á hann blágrænni slikju. Gat eg ekki annað séð en að hann væri alveg jafnlitur á baki og bringu. Fætur voru dökkleitir. Strax og eg kom heim fletti eg upp í Fuglunum eftir B. Sæm. Komst eg þá að þeirri niður- stöðu, að þetta myndi helzt hafa verið gransöngvari (Ph. collybita). í Fuglunum er mynd af gransöngvara og fannst mér hún mjög lík vaxtarlagi þessa fugls. Er hann þar sýndur með lítið eitt klofið stél og stemmdi það við umræddan fugl, en B. Sæm. segir gran- söngvara með þverstýft stél, og er það hið eina, sem verulega á milli ber. Akureyri, 4. desember 1938. Brjánn Jónasson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.