Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1939, Síða 11

Náttúrufræðingurinn - 1939, Síða 11
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 5 •iimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii iii iii miiiiktfiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii 111111111111111111111111111111111111111111 ii miiiiiiiiiiin leiSina að telja fyrst hryggjarliðina, en láta svo aðrar rannsóknir koma á eftir, ef þörf krefur, og reyndar hvort sem er. Enda þótt) við fengjum mikið af murtu til rannsókna 1937, var verkið enn þá ekki nema hálfunnið, þar sem enn þá skorti rann- sókn á nægiiega miklum fjölda af bleikju. Haustið 1937 og all- an næsta vetur náðist aðeins í 36 stórbleikjur, 24 smábleikjur á murtustærð, og auk þess 104 svartmurtur. Á árinu 1938 tókst okkur að bæta við þetta allmiklu, svo að öll þau gögn, sem rann- sökuð hafa verið eins og að ofan greinir, eru nú: 1600 murtur, 203 stórbleikjur (riðbleikjur og netableikjur), 24 smábleikjur, 104 svartmurtur og 11 urriðar. Fyrir utan þetta hefir hr. Símon Pétursson, bóndi í Vatnskoti, mælt fyrir mig nærri 700 murtur og ákvarðað kynferði þeirra, svo að samtals hafa verið mældar 2293 murtur. Á hinn bóginn hafa ekki verið taldir hryggjarliðir með öruggum árangri í nema 1356 murtum, og á þeim byggjast þær niðurstöður, sem að neðan greinir. III. MURTAN. Öll sú murta, sem rannsökuð hefir verið, er veidd í Vatnskoti í net. Riðill netanna kvað vanalega vera 7/g, en einnig 15/1(i og Vi. Undanfarin ár kvað hafa veiðzt einna bezt í stærsta riðilinn. Hér fer á eftir yfirlit yfir stærð á þeirri murtu,. sem mæld hefir verið haustið 1937 og 1938. Lengdin er, eins og séð verður, all-breyti- leg, allt frá 18 cm upp í 32 cm, þótt það sé undantekning (aðeins einn fiskur 1937). Meðallengdin á allri þessari murtu reyndist 22.9U cm, eða tæpir 23 cm. Þorrinn af murtunni, eða 60%, er 22, 23 og 24 cm. Auk töflunnar, sem að ofan er, gefur einnig 1. mynd góða hug- mynd um stærðarhlutföll murtunnar í Þingvallavatni, eins og þau hafa verið í N-enda þess á tveimur síðast liðnum árum. En í sam- bandi við stærðina er þó rétt að taka ýmislegt fram. Það hefir t. d. sýnt sig, að allmikill munur er á stærð hænga og hrygna, en það sýnir 2. tafla.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.