Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1939, Qupperneq 18

Náttúrufræðingurinn - 1939, Qupperneq 18
62 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN immiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiH hafa staðfest kenningu Aristotelesar. Nútíma-náttúrufræðingui mundi komast svo að orði um mjólkina, að hún væri vökvi, sem sérstakir kirtlar, svonefndir mjólkurkirtlar, kvendýra af spen- dýraflokknum gefa frá sér á vissu tímabili í hvert skipti, eftir að þau eignast afkvæmi. Hann mundi ennfremur benda á það, að mjólkin sé einungis ætluð afkvæminu til næringar. Hún sé því nákvæmlega sniðin eftir þörfum þess og innihaldi öll þau efni, sem afkvæmið þarfnast til viðhalds og þroska, svo sem eggja- hvítuefni, feiti, kolvetni, sölt o. m. fl. Vér skulum nú athuga mjólkina ofurlítið nánar frá náttúru- fræðilegu sjónarmiði og sjá hvar og hvernig hún myndast, hver eru helztu einkenni hennar og hvert er hið eiginlega hlutverk hennar. Mj ólkurkirtlcbrnir. Af kirtlum er til mesti fjöldi víðsvegar um líkamann og hafa þeir afarmargvísleg og mikilvæg hlutverk að inna af hendi. Flest- ir gefa þeir frá sér eitthvert sérkennilegt efni eða vökva. Er hér jafnan að ræða um efni, sem nauðsynleg eru fyrir efnaskipti lík- amans, eða þá um efni, sem líkaminn þarf að losna við. Þannig stafa meltingarvökvarnir frá sérstökum kirtlum í munni, maga og þörmum, þvagið verður til í nýrunum, svitinn í svitakirtlum húð- arinnar o. s. frv. Kirtlana má flokka eftir gerð þeirra. Sumir eru næsta ófull- komnir, ógreinóttar eða lítið greinóttar pípur inn í vefinn. Aðrir eru samsettir af mjög greinóttum pípum oft með ofurlitlum blöðr- um á pípuendanum, svo að kerfið líkist mest vínberjaklasa. Af slíkri gerð eru t. d. mjólkurkirtlarnir. Mjólkurkirtla (mammae) hafa öll spendýr (mammalia). Eru þeir eitt höfuðeinkenni þessa dýraflokks, enda dregur hann nafn sitt af þeim. Koma kirtlarnir oftast greinilega í ljós á líkama kven- dýrsins þegar það er fuilþroska. Á manninum nefnast þessi líf- færi brjóst, á húsdýrum og æðri spendýrum júgur. Þar sem kirt- illinn opnast út á yfirborðið, myndast dálítil tota, speni, og er þá opið á enda spenans. Stundum eru mörg op á sama spenanum, hjá manninum stundum allt að 25. Hjá kúnni aftur á móti sameinast öll kirtilgöngin í júgurholinu; niður úr spenanum tekur svo við spenaholið og úr því liggja ein göng út á yfirborðið, spenaopið (1. mynd). Spenarnir eru til þess lagaðir, að afkvæmið sjúgi mjólkina úr kirtlunum og fer því spenafjöldinn hjá hverri tegund nokkuð

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.