Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1939, Side 23

Náttúrufræðingurinn - 1939, Side 23
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 67 iiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiimimiiiiimiimimmiiimiimiiiiiiimimiiiiiiiiimiiiiimiummmiiiiiimiiiiiiiiiiiiiii andi. Á þetta sérstaklega við um konumjólk, sem er svo marg- breytileg hvað magn hinna einstöku efna snertir, að ekki verður gefið þar neitt meðaltal (sbr. töfluna). Ein dýrategund getur hæglega melt fleiri tegundir mjólkur en sína eigin, og er maðurinn nærtækasta dæmið því til sönnunar. Hlutverk mjólkurinnar. Mjólkin er að öllu leyti sniðin eftir þörfum afkvæmisins; hún er því ætluð og engum öðrum. Næringarefnin, sem það fær með mjólkinni, eru hliðstæð þeim, sem fóstrið fékk í móðurlífi. Við því hlutverki legkökunnar (placenta), að færa næringarefnin úr blóði móðurinnar og yfir í blóð afkvæmisins, hafa nú tekið mjólkur- kirtlar móðurinnar og meltingarfæri afkvæmisins. Mjólkin hefir þannig nokkuð svipað hlutverk og forðanæring sú, sem jurtirnar gefa kíminu með sér í veganesti, eða fuglarnir leggja í eggin. Hún á að hjálpa ungviðinu yfir örðugasta hjallann, hún á að sjá því fyrir hentugri næringu, þar til það er orðið sjálfbjarga. En maðurinn lifir enn þá eftir „lögmálinu", að minnsta kosti á sumum sviðum. Hann vinnur stöðugt að því að gera sér jörðina undirgefna og þar með taldar þær jurtir og þau dýr, sem á henni eru. Hann lætur greipar sópa. Allskonar jurtir og dýr láta lífið til þess að fæða hann og klæða. Og hann lætur sér ekki nægja þá einstaklinga, sei.i komnir eru á efri ár og lokið hafa því hlutverki, sem náttúran ætlaði þeim. Nei, það er ungviðið, sem hann sækist eftir, og það helzt áður en það vaknar til lífsins. Næring sú, sem jurtin eða dýrið hefir valið af svo mikilli nákvæmni, vandað svo mjög til og gefið afkvæmi sínu í veganesti, er manninum sérstak- lega kærkomin. Allskonar aldini, fræ og egg þykir honum mjög ljúffeng. Þannig er þessu einnig varið með mjólkina. Þessi nær- ing, sem sérstaklega er ætluð ungkálfum, lömbunum, kiðling- unum o. s. frv., verður ein aðalfæðutegund mannsins. Meira að segja konan, sem eðli sínu samkvæmt á að fæða barnið með mjólk sinni fyrstu mánuðina eftir fæðingu þess, bregzt oft skyldu sinni og gefur barninu aðeins kúamjólk. Það er ekki svo að skilja, að maðurinn sé eina lífveran, sem rænir og drepur sér til bjargar. Hann er aðeins lengra kominn í þessum efnum en aðrar lífverur. Miskunnarlaus barátta fyrir til- verunni, sjálfsbjargarviðleitnin, er sá rauði þráður í eðli hverrar lífveru, sem gengur gegnum allt jurta- og dýraríkið, frá lægstu einfrymingum upp til mannsins. Þannig er náttúran. Um leið og

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.