Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1939, Side 39

Náttúrufræðingurinn - 1939, Side 39
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 83 iiiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiimiiiiiiiii!iiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiii!miimiiiiimii;iiiiiiimiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiimiiiiiii um, en í ýmsu verulegu líkist það þó hryggdýrunum. Hér stönd- um við á landamærum ormanna annars vegar og hryggdýranna hins vegar. Frá mjög frumlegum hryggdýrum eins og tálknmunn- anum, liggur hin glæsilega þróunarbraut hryggdýranna frá orm- unum upp að æðstu núlifandi verum jarðarinnar. Fyrst koma fisk- arnir til sögunnar, þá froskdýrin út frá þeim, af þeim eru aftur skriðdýrin komin, og frá skriðdýrunum að lokum tvær síðustu full- komnustu greinarnar, fuglar og spendýr. Sú breyting, sem orðið hefir á ormunum, þegar hryggdýrin komu til sögunnar, er að mörgu leyti mjög merkileg. Ef við lítum á líffæraskipun ormanna annars vegar og hryggdýranna hins vegar, þá sjáum við, að það er engu líkara en að hryggdýrin hafi fundið upp á því að ganga á bakinu, miðað við ormana, því að hjá hryggdýrunum er mæn- an efst, þá aðalæðastofnarnir og neðst er meltingarvegurinn, en hjá ormunum er þetta alveg nákvæmlega öfugt. Ef við köllum jarðsöguna til vitnis um þróun dýranna á jörð- unni, þá sjáum við að stórveldi hafa hvað eftir annað verið stofn- uð, og nægir þar að benda á froskdýrin í fornöld og skriðdýrin á miðöldum jarðsögunnar, spendýrin á nýju öldinni og manninn nú. En engin ríki eru svo stór og voldug, að þau eigi sér ekki aldur skapaðan um síðir. Þannig fór fyrir froskdýrunum, þannig fór fyrir skriðdýrunum, og einnig spendýrin verða nú að lúta valdi mannsins á jörðunni. Og þannig fer einnig fyrir manninum, hvort sem þess verður langt eða skammt að bíða. Ef við seilumst til skýringa á því, hvað verði stórveldunum að fjörtjóni, þá verður svarið vanalega það, að þau skorða sig um of við ákveðin skilyrði, og möguleikunum til þess að svara breytingum, sem fram kunna að koma í umhverfinu, á þann hátt, að að gagni komi. Þess vegna getum við látið okkur detta í hug, að einmitt það kunni að verða manninum að falli. Miðað við dýrin, hefir maðurinn skapað sér sérhæfni í ákveðna átt, þar sem er að ræða um einsdæma þroskun heilans og vitsmunanna. Ég beini því til lesandans að hugsa um það, hvort mannkynið grefur sér gröf með áframhaldandi þróun í þessa átt. Ef mannkynið finnur með hugviti sínu upp áhöld eða eiturefni sem gerir menningarlífi óvært á jörðunni, þá hefir farið fyrir því með ofþroskun heilans eins og fyrir skriðdýrunum miklu, sem lifðu á miðöldinni og lögðu allt kapp á að auka líkamsstærð- ina og stóðu hér um bil heilalaus uppi með alla kraftana. Á. F.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.