Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1939, Síða 44

Náttúrufræðingurinn - 1939, Síða 44
88 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN mimiiimiiimimiiiiimiiimiiMiiiimiiiiiiiimmimiiiiiimiiiiimmimimmimimmiiiiiiiiiiiiimiimmiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiir Hlutfallstala þessa tilbrigðis langvíunnar reyndist samkvæmt þessari talningu vera 52,U%- Talningarnar 9. júlí í Hellisey og 25. ágúst í Elliðaey voru gerðar á langvíubælum, sem sáust greini- lega ofan af bjargbrúninni og talið í gegnum sjónauka. í Hellis- ey var talið af 12 bælum og í Elliðaey af 14 bælum. Á þessum 12 bælum Helliseyjar var hundraðstalan frá 25% upp undir 100%, en í Elliðaey frá 33% upp í 80%. Á þrem bælum Elliða- eyjar náði ég dreiftalningu frá neðsta bæli fuglabjargsins upp á það efsta, og var hlutfallið hið sama, um 50% í öllum stöðum bjargsins. Taumvían, — eins og hún er nefnd af Vestmannaey- ingum, og er öllu réttara nafn en hringvía, vegna þess að meira ber á taumunum niður eftir fiðurskorunni, frá auganu, en hvíta. baugnum um augun, — er jafnt dreifð innan um hina venjulegu langvíu. Tveir fuglafræðingar, að ég veit, minnast á þessa hundr- aðstölu í ritum sínum. Bernhard Hantzsch: Vogelwelt Islands. — Hantzsch ferðaðist hér á landi 1903. Hann hafði litla dvöl hér í Eyjum, en hefir upplýsingar sínar um fuglalífið hér frá héraðs- lækni, Þorsteini heitnum Jónssyni. Ágizkun Hantzsch um þetta hlutfall er að finna á bls. 115 í fyrnefndri bók hans. Hann bend- ir á, að talan sé breytileg, en muni þó varla vera hærri en 10 %. Emil Sonnemann: Kurzer Bericht iiber meine diesjáhrige Stu- dienreise nach den Westmánnerinseln. Grein þessi birtist í Mit- teilungen der Islandfreunde XVI. Jahrg. Heft. 2 1928. — Hann segir, eftir að hafa skrifað um langvíuna: „Af stuttnefju er minna í Vestmannaeyjum og enn minna er af hringvíu“. f Hellisey hefi ég eftir talningu áætlað stuttnefjuna 1—2% af svartfuglinum. f Elliðaey hefi ég hvergi séð hana í bjargi, en vitað hana veidda þar; eina eða tvær á sumri. Þorsteinn Einarsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.