Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1946, Page 13

Náttúrufræðingurinn - 1946, Page 13
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 7 Árið 1930 náði afli Grænlendinga hámarki sínu og var þá yfir 8 þúsund smálestir. Síðan minnkaði hann nokkuð og var meðalveiðin á árunum rétt fyrir st yrj- öldina vanalega 6 til 7 þús. smálestir. Á stríðs- árunum jókst aflinn á ný, og kann það að vera að nokkru leyti því að þakka, að lagt hefur verið kapp á að auka veiðarnar. Fiskmagnið hefur alltaf verið mik- ið, jafnvel þó það hafi aldrei verið annað eins og á árunum 1926—31, en þá var það alveg ó- vanalegt. Ég man alveg sérstaklega eftir einu atviki frá því tímabili. Það var dag einn í á- gúst 1931. Við vorum að veiða á skipi mínu á miði, sem heitir Litla Lúðugrunn (Lille Hel- lefiske-Banke) fyrir utan Kanganisit. Veðrið var kyrrt, sólin skein í heiði og hafflöturinn var spegilsléttur. Þennan dag, allt frá því snemrna um morguninn, þangað til seint. um daginn, var ég sjónar- vottur að stórkostlegri þorskgöngu. Nokkuð af þorskinum synti al- veg uppi í yfirborði, þannig að við og við sá á bakuggana upp úr sjónum. Frá þakinu á stýrishúsinu sáust uggar upp úr sjónum allt í kringum skipið, eins langt og séð varð nreð góðum sjónauka. Öll þessi geysistóra torfa var á hreyfingu til norðurs. Það var vandalaust fyrir okkur að veiða tvo þorska í hvert skipti, sem við köstuðum færi. Óðara en önglarnir voru komnir niður í sjóinn méð beitunni, stóðu þeir í fiski, og þurfti ekki nema rétt að kippa þorskinum inn fyrir borðstokkinn. Það var ekki mikill vandi að sjá, hvað það var, sem dró þorskinn norður eftir, hann var að elta sandsíli, sem vall upp úr lionum hálflifandi, um leið og hann kom inn á þilfarið. Þarna voru líka á ferðinni stórir hópar af ritu, sem Grænlendingar Vænn fiskur. Vegur 25 kg og er 15 vetra.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.