Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1946, Síða 16

Náttúrufræðingurinn - 1946, Síða 16
10 NÁT TÚRUFRÆÐINGURINN Aðgerðin í fullum gangi. Það er ekki erlitt að gera sér í hugarlund þá miklu blessun, sem hin stórkostlega þorskgengd til Grænlands liafði í för með sér fyrir þjóðina, og er á það drepið að framan, en á liinn bóginn hafði þessi breyting einnig sínar skuggahliðar. Sá var gallinn á, að það var blátt áfram of mikið af þorski og of auðvelt að veiða hann. Grænlendingar komust því fljótt á þá skoðun, að til þess að veiða þonsk þyrfti ekki annað en róa rétt fram fyrir landssteinana, engin ástæða væri til að leggja í mikinn kostnað vegna veiðarfæra og annarra álialda. Aðeins svolítill snærisspotti og öngull, það var nóg. Þessi sjónarmið urðu þróun þorskveiðanna að sjálfsögu til mikils tjóns og fóru að koma niður á Grænlendingum strax upp úr 1930, þegar þorskgöngurnar fóru að verða nokkuð viðaminni en áður hafði verið. Menn voru alls ekki við því búnir að taka á sig langa sjósókn, og ég ntinnist þess, að sjómennirnir í einni verstöðinni sögðu mér einu sinni, að hvergí yrði fiskjar vart, enda þótt hægt væri að veiða eftir vild, ef lagt var f að róa í 2 klukkutíma til annars miðs. Smátt og smátt fóru menn þó að skilja, að eitthvað yrði að róa til þess að komast á nriðin. En þá var eftir að yfirstíga þá örðugleika, er stöfuðu af veiðarfæraskort- inum, en víða var þá íarið að nota lóðir, sem reyndust gefa betri arð en handfærin og mátti það kallast gfeinileg framför. En því miður var efniviður sá, sem þessar lóðir voru gerðar úr, af allra

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.