Náttúrufræðingurinn - 1946, Page 24
18
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
Það eru rækjur í mörgum fjörðum Grænlands, og mun það verða
eitt af viðfangsefnum komandi fiskirannsókna að finna fleiri ný mið.
í Suður-Grænlandi hefur fjárrækt færzt mjög í aukana. Þennan
atvinnuveg mun sjálfsagt vera hægt að efla í hinum suðlægari hér-
uðunr landsins, og mun liann að nokkru leyti geta tekið við af þorsk-
veiðunum, ef þær skyldu bregðast.
Grein sú, sem að framan birtist, er eftir danska fiskifræðinginn Mag. scient. 1’ a u 1
M. Hansen, cn hann hefur stundað fiskirannsóknir við Vestur-Grænland um því
nær 20 ára skeið. Ritgjörðin hefur hvergi birzt áður á prenti. ÞÓtti mér líklegt, að
mörgum íslendingum þætti gaman að kynnast því, sem hún hefur að flytja. Við
vitum hvort sem er ekki mikið um Grænland eða fiskveiðar þar, og þess vegna hef ég
ráðizt í að þýða greinina.
Næsta sumar heldur I’. M. Hansen til Grænlands á nýju rannsóknarskipi, og mætt-
um við íslendingar óska þess, að honum tækist að gera fiskirannsóknunum sem flest og
bezt skil, svo mjög sem þorskstofninn við Grænland varðar okkur og útgerð okkar,
enda þótt við sækjum ekki til fanga á grænlenzk mið.
Á r n i F r i ð r i k s s o n.