Náttúrufræðingurinn - 1946, Side 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
19
Sigurður Pétursson:
Rannsóknir á íslenzkum þörungum
Þekking :í íslenzkum fræplöntum og byrkningum er nú orðin
nokkuð almenn hér á lancli. Er það fyrst og fremst að þakka hinni
ágætu bók Stefáns Stefánssonar, Flóru íslands (1. útg. 1900, 2. útg.
1924). Nær hún sem kunnugt er yfir þrjár æðri fylkingar jurtaríkis-
ins, byrkninga (26 tegundir), berfrævinga (1 tegund) og dulfrævinga
(384 tegundir).
Lægri fylkingarnar, mosarnir og þelingarnir, eru aftur á móti
lítið þekktar hér ennþá og ber margt til þess. Aðalorsökin er sú, að
margar þessarra jurta eru mjög snrávaxnar, fjöldi tegundanna er
auk þess mjög mikill og oft erfitt að greina þær í sundur. Á jretta
einkum við um þelingana, sem eru allóaðgengilegir til söfnunar og
og greiningar, jafnvel líka fyrir þá, sem vanir eru að fást við æðri
jurtir. Um þessar lægstu jurtir hefur líka lítið verið skrifað á ís-
lenzku, og vantar þær því flestar íslenzk nöfn og íslenzkir greining-
arlyklar yfir þær eru ekki til.
Á erlendum málum liefur talsvert verið ritað um lægri plöntur á
íslandi. I'að ítarlegasta, sem út hefur komið af því tagi er að finna í
ritverkinu, The Botany of Iceland, sem byrjaði að koma út árið
1912 og er ekki lokið ennþá. Þar hefur Aug. Hesselbo skrifað um ís-
lenzka nrosa (439 tegundir), Poul Larsen og M. P. Christensen um
sveppi (802 tegundir hjá Larsen, 147 tegundir hjá Christensen) og
Olaf Gallöe um fléttur (285 tegundir). Unr íslenzka þörunga liafa
skrifað þar þeir Helgi Jónsson, Ernst Östrup og Johs. Boye-Petersen.
Verður þeirra rita getið hér seinna.
Áður en lengra er haldið er nauðsynlegt að gera nokkura grein
fyrir skipun þelingafylkingarinnar og helztu einkennum þörung-
anna.
Það hefur lengi verið venja að skipa þelingunum í þrjá flokka:
sveppi, þörunga og fléttur. Hefur þá aðallega verið farið eftir því,
hvort þeir hefðu blaðgrænu eða ekki. Blaðgrænulausir þelingar voru
taldir til sveppa, þelingar með blaðgrænu voru taldir til þörunga og
fléttur nefndust, og nefnast enn, sambýlisplöntur af sveppogþörung.
Þessi flokkaskipun þelinganna er nú algerlega ófullnægjandi.
Verður ekki komizt lijá því að skipa þelingunum í marga hliðstæða
flokka, sem að vísu eru flestir kenndir við sveppi eða þörunga, en
2*