Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1946, Page 26

Náttúrufræðingurinn - 1946, Page 26
20 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN eru þó venjulegast mjög ólíkir og að því er bezt verður séð oftast lít- ið skyldir. Eftirfarandi skijiun þelingafylkingarinnar, sem tekin er eftir L. Kolderuj) Rosenwinge, er mjög algeng: 1. flokkur Gerlar (bacteria). 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. Blágrænir þörungar (cyanophycea). Slímsveppir (myxomycetes). Svipuþörungar (flagellata). Skoruþörungar (dinoflagellata). Kísilþörungar (diatomea). Grænþörungar (chlorojrhycea). Brúnþörungar (phaeophycea). Rauðþörungar (rhodophycea). Þörungasveppir (phycomycetes). Æðri svejrjDÍr (mycomycetes). Þelingarnir í 1. og 2. flokki, gerlarnir og hlágrænu þörungarnir, eru mjög ófullkomnir að byggingu, hafa engan eiginlegan frumu- kjarna og fjölgar aðeins við skiptingu. Eru þessar frumstæðu jdönt- ur venjulega nefndar einu nafni schizojrhyta. Mætti nefna þær deili- plöntur á íslenzku. Sveppirnir í 10. og 11. I'lokki eru allvel aðgreindir frá öðrum þel- ingum. Til þessarra svejrjia teljast nú flétturnar. Slímsveppirnir og flaggellatarnir (3. og 4. flokkur) eru á takmörk- um jurta- og dýraríkisins. Slímsveppirnir líkjast mjög slímdýrunum (rhizojroda), en flagellatana má sunta telja til dýraríkisins og aðra til jurtaríkisins. Þá flaggellata, sem teljast til jurtaríkisins má nefna svipuþörunga, en þá, sem teljast til dýraríkisins, svijrudýr. Skoruþörungarnir (5. flokkur) eru mjög skyklir grænum svijm- þörungum og sennilega eru kísilþörungarnir (6. flokkur) af svipuð- um uppruna. Grænþörungar, brúnþörungar og rauðþörungar (7., 8. og 9. flokk- ur) eru oft í einu lagi nefndir þörungar í þrengri merkingu þess orðs. Þó að Jjessir þrír flokkar séu ekki taldir neitt skyldir, þá er Jró ýmislegt sameiginlegt með þeim. Þeir lifa allir við svijruð lífskjör og eru því oft af svijaaðri gerð. Frumur þessarra Jrörunga eru fullkomn- ar jurtafrumur með einum eða fleiri kjörnum. Blaðgrænan er hund- in í sérstökum kornum, grænukornum, sem geta haft margvíslega lögun og eru oft fleiri en eitt í hverri frumu. Auk blaðgrænunnar er í brúnþörungunum brúnt litarelni og í rauðþörungunum rautt lit- arefni. Hylja þau græna litinn hjá Jæssum þörungum. Nokkrir

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.