Náttúrufræðingurinn - 1946, Síða 27
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
21
grænþörungar eru mjög gulleitir og stafar sá litur ai: karotíni (pro-
vitamin A).
Sennilegt ér talið að grænþörungar og brúnþörungar séu komnir
ai svipuþörungum en um uppruna rauðþörunganna er ekki hægt að
segja neitt með vissu.
Þörungarnir eru senr kunnugt er mjög ólíkir að útliti. Sumir
þeirra eru örsmáir einfrumungar, eða þá lausir ógreinóttir þræðir,
gerðir úr mörgum sams konar frumum, senr tengdar eru í röð. Aðrir
mynda kóloníur eða sambú fleiri eða færri fruma, sem stundum eru
allar eins, í öðrum tilfellum mismunandi að gerð og eiginleikum.
Margir þörungar eru afar stórir og þá oftast gerðir af mörgum frum-
um og með margvíslegri lögun. Er þá verkaskiptingin á milli hinna
ýrnsu hluta plöntunnar oft mjög mikil, þannig, að hægt er að greina
í sundur blað, stöngla og eins konar rætur.
Flestir þörungar eru fastvaxnir á ýmsum föstum hlutum, svo sem
steinum eða jurtum, í vatni eða sjó. Margir einföldustu grænþörung-
arnir gróa þó aldrei fastir og mynda þeir nokkurn hluta svifsins.
Grænþörungarnir eru jafnan á minnstu dýpi, brúnþörungarnir
dýpra og rauðþörungarnir á mestu dýpi. Þó eru margar undantekn-
ingar frá þessari reglu. Nokkrir þörungar, aðallega grænþörungar,'
lifa á þurru landi, bæði á jörðinni og á jurtum, dauðum og lifandi.
Einstaka lifa sem snýkjuplöntur og hafa þá jafnvel misst hlað-
grænuna.
Fjölgunin lijá þörungunum er mjög margvísleg. Langoftast er
bæði kynlaus og kynjuð fjölgun fyrir hendi lijá hverri tegund, þó
eru nokkrar undantekningar, t. d. hefuf Fucus aðeins kynjaða
ljölgun.
Kynlaus fjölgun lijá grænþörungum og brúnþörungum fer lang-
oftast fram með því móti að vissar frumur, eða stundum hvaða
fruma plöntunnar sem er, myndar eitt eða fleiri gró. Gró þessi líkj-
ast mjög svipuþörungum. Þau hafa einn eða fleiri bifþræði og nefn-
ast því bifgró (Zoosporen). Þau eru nakin og oft með rauðan augn-
blett. Eftir nokkurn tíma missir gróið bifþræðina, hreyfing þess
stöðvast og um það vex frumuveggur. Upp af gróinu vex svo ný
planta. Nakin gró af kynlausum uppruna, en án bifþráða, eru algeng
hjá rauðþörunguntun og finnast líka hjá nokkrum græn- og brún-
þörungum.
Kynæxlun er mjög algeng lijá þörungunum og getur verið með .
ýmsu móti. Einfaldasta kynæxlunin er sú, að tvær jafnstórar kyn-
frumur (Gameten) renna saman og mynda okfrumuna1) (Zygote).
1) Svo ncfnt af Áskcli Löve.