Náttúrufræðingurinn - 1946, Síða 29
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
23
D F. F
Fucus vesiculosus (bóluþang). A, þalgrein með loftbólum (a) og frjóbeðum (b). B., kvcn-
kynfæri, s, egghirzlur. C, karl-kynfæri, a, frjóhirzlur. D, frjóhirzlurnar hafa losnað og
frjóin tæmzt úr þeim. E, frjóvgunin (Oogami). F, okfruman skiplir sér og spírar. —
(Eftir Thuret).
bókinni (1772) er þó getið eitthvað um 20 lægri gróplantna, aðallega
vegna nytsemi þeirra. Er þar ítarlega sagt frá tekju og notkun fjalla-
grasa, litunarmosa og sölva, en þessir jrelingar höfðu hér mikla þýð-
ingu áður fyrr, ýmist til matar eða litunar. Bjarni Pálsson hafði áður
(1749). skrifað latneska ritgjörð um þang og þarategundir, en þó sér-
staklega urn söl. Af eldri ritum um þörunga má líka nefna ritgerð
Jóns lærða (1574—1650) um þangtegundir og latneska ritgerð um söl
eftir Þorkel Vídalín (1674).
Árið 1786 gaf N. Mohr út bók um náttúrusögu íslands, en Mohr
hafði ferðast hér árin 1780—1781. Eru þar allítarlegir plöntulistar
en nafngiftir oft vafasamar. Mohr byggir bæði á eldri ritum og eigin
athugunum. Til alga eða Tangene, eins og Mohr nefnir þennan
flokk, telur hann 148 tegundir, Jrar með eru taldar 76 tegundir af
fléttum. Að Jreim frádregnum og nokkrum tegundum öðrurn, sem
varla eiga þarna heima, verða eftir 65 tegundir af þörungum, lang-
flest sæþörungar.