Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1946, Síða 30

Náttúrufræðingurinn - 1946, Síða 30
24 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Sem eðlilegt er voru það einkum sæþörungarnir, sem vöktu hér eftirtekt manna, því að gróður þessi er hér víða mjög áberandi við strendur landsins. Þang og þari var mikið notað til fóðurs, áburðar og eldsneytis, en fjörugrös og söl til manneldis. Hefur margt verið skrifað um þessa þörunga og nytsemi þeirra. Má þar einkunr nefna ritgerð um söl eftir Magnús Ketilsson (1775) og ritgerð um ætar þarategundir eftir Magnús Stepliensen (1808). Ennfremur er mikið um íslenzka sæþörunga og nytsemi þeirra í bók Björns Halldórsson- ar, Grasnytjar (1783), og í sjóþarafræði eftir I.yngbye (1819). Fyrstu tilraunina, til Jress að sernja vísindalega, íslenzka grasa- fræði, gerði Oddur læknir Hjaltalín að tilhlutun Bókmenntafélags- ins. Bók Hjaltalíns, sem nefndist Islenzk Grasafræði, kom út árið 1830. Var bók Jressi nær eingöngu byggð á eldri ritum og rannsókn- um annarra, en ekki á athugunum höfundarins sjálfs. í bókinni eru taldar 57 tegundir þörunga. Eru þeim gefin Jrar íslenzk nöfn, sem eru líkleg til Jress að festast í málinu. A 19. öldinni voru gerðar talsverðar rannsóknir á þörungagróðri í hverum og laugum á íslandi. Árið 1840 gaf Liebmann út bók urn Jretta efni, sem byggð var á sýnishornum, er J. Steenstrup safnaði hér á ferðum sínum 1839—’40. Um þörungagróður í íslenzkum laugum skrifuðu seinna: P. Hariot (1893), sem getur um 10 tegundir af blá- grænum þörungum og 24 tegundir af kísilþörungum, og E. Belloc (1894), sem bætir við 34 tegundum af grænþörungum og 76 tegund- um af kísilþörungum. Enskur grasafræðingur, L. Lindsay, skrifaði, eftir þeim heimild- um, er hann náði til, íslenzka Flóru, sem átti að ná yfir allar íslenzk- ar plöntur, er þekktar voru árið 1860. í bók þessari, sem kom út í Edinborg 1862, eru taldar 89 tegundir af þörungum, þar af 16 úr fersku vatni. Af þessum 16 tegundum voru 7 tegundir blágrænir Jrörungar og 9 tegundir grænþörungar. Seinna (1867) bætti Lindsay við fáeinum kísilþörungum. Hefur Lindsay hvorki þekkt rit Lieb- manns, sem áður var getið, né lieldur rit Chr. Ehrenberg (1843), þar sem getið er um 50 tegundir af kísilþörungum frá íslandi. Af meiri háttar ritgerðum um íslenzka þörunga á síðari hluta 19. aldar má nefna: „Om Algevegetationen vid Islands kúster", eftir H. F. G. Strömfelt (1887), sem ferðaðist hér sumarið 1883 og „Nogle Ferskvandsager fra Island", eftir F. Börgesen (1898). Börgesen getur um 85 tegundir af grænjrörungum, en engra þörunga annarra. Með útgáfu ritverksins The Botany of Iceland, var hafið mjög þarft verk, en það var að safna á einn stað öllu því, sem vitað var

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.