Náttúrufræðingurinn - 1946, Side 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
25
sannast og réttast um íslenzkan jurtagróður, bæði æðri og lægri. Um
þörunga í víðustu merkingu þess orðs eru nú komnar þar út 5 stórar
ritgerðir: 1 ritgerð um sæþörunga, eftir Helga Jónsson, 2 ritgerðir
eftir Jolis. Boye-Petersen, önnur um blágræna þörunga í vötnum, en
hin um þörunga, senr fundist liafa á öðrum stöðum en í vatni eða
sjó, og loks 2 ritgerðir um kísilþörunga, eftir Ernst Ostrup.
Helgi Jónsson (1867—1925) hefur manna mest rannsakað íslenzka
sæþörunga. Hefur hann skrifað fjölda ritgerða um Jretta efni, en að-
alverk hans er áðurnefnd ritgerð í The Botany of Iceland. Nefnist
litin: ,,The Marine Algal Vegetation of Iceland" og kont út árið
1912. í verki þessu telur Helgi Jónsson 76 tegundir af rauðþörung-
um, 67 af brúnþörungum, 51 af grænþörungum og 6 af blágrænum
þörungum. Alls 200 tegundir. Tegundunum er ekki lýst, en getið
um helztu fundarstaði þeirra. Meginhluti ritgerðarinnar fjallar um
útbreiðslu hinna ýmsu þörungategunda og skipun þeirra í gróður-
belti. Sæþörungagróðurinn \ ið Island, og þó einkum við S-W-strönd-
ina telur Helgi Jónsson svipaðan og við Finnmörk. Norður- og
Austurland líkist ströndum Hvítahafsins, en Suðurland minnir dá-
lítið á Færeyjar.
Á íslenzku helur Helgi Jónsson skrifað tt'ær ritgerðir um þörunga
í Búnaðarritið (1906 og 1918). Er þar lýsing á 17 helztu nytjaþörung-
unum og greiningarlykill til jress að þekkja þá í sundur.
Fyrri ritgjörð Ernst Östrup er um kísilþörunga í sjó, Marine Dia-
toms from the Coasts of Iceland, og kom hún út árið 1916. Eru þar
taldar 209 tegundir. Síðari ritgjörðin er um kísilþörunga í vötnum,
Fresh-Water Diatoms from Iceland, og kom út árið 1918. Er Jrar get-
ið 468 tegunda, þar af 178 í hverum og laugum.
Sýnishornunum, senr Östrup byggði rannsóknir sínar á, var ekki
safnað hér af honum sjálfum, heldur af ýmsum náttúrufræðingum
öðrum, l>æði íslenzkum og dönskum. Má þar t. d. nefna af íslenzk-
um náttúrufræðingum þá Olaf Davíðsson, Helga Jónsson, Stefán
Stefánsson, Þorvald Thoroddsen og Bjarna Sæmundsson, og af
dönskum þá Chr. Grönlund, C. H. Ostenfeld, J. Boye-Petersen, A.
Feddersen, L. Kolderup-Rosenwinge, J. Steenstrup, C. Wesenberg-
Lund, E. Warming og ýmsa fleiri.
Johs. Boye-Petersen ferðaðist hér á Islandi sumarið 1914. Safnaði
hann blágrænum þörungum í vötnum og a 11 s konar þörungum á
þurru landi, svo sem af timbri, skógviði, torfbyggingum, ýmsum
jarðvegi og gróðurlendi. Auk Jress rannsakaði hann sýnishoi'n frá
Helga Jónssyni, Ólafi Davíðssyni, J. Steenstrup, C. H. Ostenfeld, O.