Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1946, Qupperneq 40

Náttúrufræðingurinn - 1946, Qupperneq 40
34 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN skýlt og fóstrað þroskavænlegri kynslóð. Á þann hátt getur blómleg- ur skógur vaxið upp á Þingvöllum. Ætti það að vera metnaðarmál skóla, félaga og einstaklinga að rækta skógarteig i þjóðgarðinum; prýða þannig helgasta reit íslendinga og reisa sér um leið lifandi minnisvarða. Ögn hefur þegar verið hafizt handa um skógrækt á Þingvöllum. Furulundurinn er fallegur og sýnir að fjallafuran spjar- ar sig furðanlega í grýttri hraunjörðinni. Við bæinn eru talsverðar reynihríslur og eftirlitsmaðurinn á Þingvöllum gróðursetur birki- hríslur og barrviði árlega. Ögn hafa börn úr barnaskólunum unnið að gróðursetningu og ýmsir fleiri eru byrjaðir að leggja hér hönd að verki. Með hinni höfðinglegu gjöf Jóns frá Brúsastöðum liefst eflaust nýtt tímabil í sögu Þingvallaskóga. Gjár einkenna mjög landslagið á Þingvöllum. í þeim er víða l^roskalegur gróður í rakanum og skjólinu. Eru þarna fallegir burknabrúskar — 8 tegundir. Eru stóriburkni og fjöllaufungur sums staðar rúmlega hnéháir. Tóugrasið vex hvarvetna í skugganum í gjótum og sprungum og víða eru laglegir skúfar af þrílaufungi og þríhyrnuburkna. Móti sól, framan í gjáklettunum gægist liðfætlan fram. — Krossmaðra er mjög áberandi. Prýða livitir og ilmandi blóm- skúfar liennar mjög gróðurlendi Þingvalla. Blágresi er algengt í gjám og kjarri, ásamt ýmsum stórvöxnum undafíflum. Af grösum má nefna língresi, reyrgresi, ilmreyr og runnsveifgras á þessum slóðum. Hvannir vaxa allvíða, einkum við vatnið. Vatnagróður er fátæklegur. Helzt má nefna nykrur, lirúsa, vatnsnál, lófót, lónasóley, síkjamara, alurt og litlu pollasóleyjarnar tvær, flagasóley og sef- brúðu. Litlir mýrablettir eru hér og hvar, einkum kringum polla í hraunbollunum í nánd við vatnið. Vaxa þar 14 starategundir og 6 tegundir annarra hálfgrasa. Grasaættin er fjölskrúðugust, 23 teg- undir alls. Er gróðurinn fremur fábreyttur, enda eðlilegt að svo sé, þar sem landið er mestallt svipað — gróio brunahraun, mjög sprung- ið. Jarðvegur víðast grunnur, og mun oft verða mjög þurr. Ég hefi dálítið athugað gróðurinn í þjóðgarðinum á Þingvöllum og læt hér fylgja skrá yfir þá 201 tegund birkinga og blómjurta, sem mér er kunnugt um að vaxi þar villtar. (Röðin er hin sama og í Flóru ís- lands.) Gróðurskrd: Tunglurt Þríhyrnuburkni Val'elfting Tóugras Fjöllaufungur Mýielfting Liðfætla Köldugras Tjarnelftir.g Stóriburkni Skjaldburkni Beitieski Mýrasauðlaukur Þrtíðsef Þráðnykra Hrossanál Skollafingur Mosajafni Einir Fjallnykra Grasnykra Hjartanykra Þrílaufungur Klóelfting Eski
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.