Náttúrufræðingurinn - 1946, Síða 42
36
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Eyþór Erlendsson:
Um svifflug köngullónna
Margt er það í ríki hiiinar lífrænu náttúru, sem vakið getur undr-
un manna og aðdáun, ekki sízt meðal hinna lægri dýra. Eitt af því er
svifflug köngulónna. Þegar kjörin taka að versna, síðla sumars og á
haustin, svo að erfitt verður fyrir köngulærnar að afla sér nægrar
fæðu, leggja margar, hinar smærri þeirra (ungarnir), upp í ferðalög,
og leita betri dvalarstaða. Farartæki eru hinir alkunnu vetrarkvíða-
þræðir. Hefir þessu áður verið lýst í Náttúrufræðingnum (1. h. 9.
árg.), svo að ójrarft er að endurtaka það hér.
22. september sl. var ég sjónarvottur að þessu æfintýraflugi köngu-
lónna. Þótti mér það næsta einkennilegt fyrirbrigði og vel þess vert,
að færa Jrað í letur.
Degi var tekið að halla, sól var þó enn allhátt á lofti og veður hið
fegursta. Aðeins örlítil sunnangola var á. — Ég veitti Jjví nú athygli,
að á túninu hér við bæinn var óvenju mikið af vetrarkvíðaþráðum.
Voru þræðirnir glitrandi í skini sólarinnar og líktust silfurþráðum.
Það Jeyndi sér ekki, að köngulærnar voru að flytja búferlum. Kom
mér það eigi á óvart, Jiví að nóttina áður hafði verið venju fremur
kalt í veðri, kjörin höfðu versnað, og þær undu því hér eigi lengur.
— Rétt í þessu bili tekur silkijrráðum slíkum, sem á túninu voru, að
rigna niður yfir bæinn og allt umhverfis liann. Þessi einkennilega
drífa hélzt áfram og brátt varð allt krökkt af köngulóm. Voru þær
allar mjög smávaxnar og dökkar að lit. Varla voru þær fyrr komnar
niður en þær þutu upp á hvern þann hlut, er fyrir varð, og tóku að
spinna nýja Jrræði. Leið eigi á löngu þar til ýmsum þeirra hafði
þannig tekizt, fyrir tilstyrk golunnar, að hefja sig til flugs að nýju,
og hurfu þær þá jafnóðum sjónum mínum. Tækizt ekki flugið, við
fyrstu atrennu, endurtóku þær aðeins tilraunir sínar, unz takmark-
inu var náð. Þrátt fyrir þetta þvarr eigi mergðin á jörðu niðri, því að
stöðugt dreif að nýjar fylkingar í stað hinna, sem brott hurfu. Fór
þessu fram um hríð. — Allt í einu varð mér litið til fellsins hér vestan
til við bæinn, sem nú var tekið að sveipast rökkurhjúp. Sé ég Jrá hvar
ótöhdegur grúi þessara glitrandi silkiþráða komu svífandi upp með
fellinu úr suðri og stefnu til norðurs. Voru sumir þræðirnir í miklli
hæð og fóru hratt yfir, en þeir, sem lægra svifu, fóru hægar. Þarna
voru auðsjáanlega heilar hersveitir köngulóa á ferð. Stöðugt komu