Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1946, Page 44

Náttúrufræðingurinn - 1946, Page 44
38 NÁTTÚRUfRÆÐINGURINN fjarri og litu heirn að hreiðrinu, líkt og þeir væru að kanna, hvort nokkur umgangur væri nálægt hreiðrinu. A fjórða degi hafði kvenfuglinn gert þykkan hring af stráum. Fyllti síðan upp botninn með visnu birkilaufi, og stráum ofan á. Fimmta og sjötta daginn komu þau ekki að hreiðrinu, sem nú var fullgjört, að því er virtist. Seint um kvöldið á sjöunda degi flaug kvenfuglinn í kassann og sat þar nokkurn tíma. Á meðan var „karl- inn“ að fljúga að hreiðurkassanum og stinga nefinu inn í kassann. Sá ég greinilega, að þau neru saman nefjurn nokkrum sinnum og flaug karlinn aftur upp í tréð. Um morguninn 8. maí leit ég í hreiðrið og sá þá, að komið var eitt egg. Heill sólarhringur leið, þar til næsta egg kom, svo eitt á hverjum degi eftir það, þar til komin voru fjögur. Fuglinn flaug strax aftur úr kassanum, þegar hún liafði orpið í hvert skipti. Á ellefta degi, frá því hún byrjaði að gera hreiðrið, fór hún að liggja á og fór varla af hreiðrinu, utan stutta stund í einu niður í garðinn að tína ánamaðka. Ég sá nú ekki karlfuglinn marga daga, þar til 23. maí. Leit ég þá í hreiðrið og sá, að ungar voru komnir. Nú urðu fuglarnir svo grimmir við mig, að í hvert skipti, sem ég kom í gat'ðinn, renndu þeir sér yfir höfði mér og slóu vænghnútunni í höfuð mér og ráku mig síðan frá. Ég reyndi að spekja þá með því að gefa þeim haframjöl, sem þeir tíndu í ungamunnana af mikilii ákefð. Ekki kom það að neinu gagni, þeir urðu jafnvel enn grimmari en áður. í mánaðarlokin flugu allir ungarnir rir kassanum og nokkrum dögum seinna heyrði ég dimmt og óskýrt þraskakvak uppi í trjánum í kring. Allan þennan tíma, sem þrestirnir dvöldu í garðinum mínum, hafði ég af þeim miklu ánægju og fræddist um margt, sem mér var óljóst áður. Líf fuglanna er margþætt og margt af þeim að læra. All- ir, sem ráð hafa á garði eða jafnvel húsvegg, ættu að setja upp hreið- urkassa og hæna þar með fugla að híbýlum sínum. Ættu menn að varast að láta kassana þar, sem þeir hreyfast, rugga eða skakast til af vindi. Þrösturinn þolir ekki neina hreyfingu, rneðan hann er í kassanum. 7. júlí 1945. Jón Arnfinnsson. garðyrkjum.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.