Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1946, Side 47

Náttúrufræðingurinn - 1946, Side 47
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 41 sjaldgæfara en albuminið, aðeins einn hundraðshluti eggjahvítusam- eindanna eru fibrinogen-sameindir. Fibrinogen er miklu torupp- leysanlegra en albumin, sameindir þessn eru svipaðar að gildleika en sexfalt lengri en albuminsameindir, og einna líkastar nálum í laginu, um 20 sinnum lengri en þær eru gildar, og er lögun þeirra nátengd trefjum þeim, sem fibrinogenið rennur í þegar það storkn- ar og stöðvar blóðrennsli úr skurðum og sárum. Elnafræðileg sam- setning fibrinogensameindanna veitir efnum þeim, sem þær eru í, sérstaka eiginleika teygju og festu, ekki ósvipaða eiginleikum ýmissa efnafræðilegra plastic-efna. Himnur úr fibrinogeni hafa verið not- aðar í staðinn fyrir dura, fóðurhimnu heilans, og einnig helir verið hægt að móta plastic-efni úr fibrinogeni. Umbreyting uppleysta fi- brinogensins í blóðvökvanum ýfir í torleystan blöðkökk hefir í för með sér ýmsar efnabreytingar, sem gefa af sér annað eggjahvítuefna- samband blóðsins er nefnist thrombin. Til þess að stöðva blóð- rennsli við margar handlæknisaðgerðir er thrombinið eina nauðsyn- lega efnið. Er þá liaft eitthvert burðarefni, sem haldið getur throm- bininu á hinu blæðandi svæði þangað til blóðið er storkið. Slíkt burðarefni, sem búið er til úr fibrinefni og nefnist fibrinogenfroða, Jrefir verið notað í síðustu styrjöld í sambandi við taugauppskurði. Auk þessara efna, sem þegar hafa verið talin, eru margs konar önnur eggjahvítuefni í blóðinu, og nefnast þau sameiginlegu heiti globulin. Eiginleikar þeirra eru margvíslegir, einn flokkur þeirra leysir upp fitu og flytur hana í blóðvökvanum. Annar lítill flokkur þeirra lírnir saman rauð blóðkorn ólíkra blóðflokka, og eru þau efni notuð til flökkunar á blóði. — Þýðingarmestu globulinin frá heilsuverndarsjónarmiði séð, eru gamma globulinin svokölluðu. Þau eru varnaefni líkamans við smitandi sjúkdómum. Þótt öll varn- arefni, sem unnin Iiafa verið úr blóðvökva manna, hafi ekki reynzt haldgóð í viðureign við sjúkdóma, er þó ágæt reynsla fengin á þau, hvort heldur sem um varnir gegn eða lækningu mislinga er að ræða, og eins hefir nýverið fengizt ágætur árangur með þau gegn smitandi gulu. Öll þau efni, sem hér liafa verið nefnd, má vinna og aðgreina úr sama blóðinu með efnafræðilegum aðferðum. Það er og þegar orðið svo og mun verða svo framvegis, að læknavísindunum er næsta mik- ilsvert að geta átt greiðan aðgang að hinum ýmsu efnum ltlóðsins, til margvíslegra aðgerða og lækninga. (Eftir Journal of Chemical Education). S. Þ.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.