Náttúrufræðingurinn - 1946, Side 51
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
45
þó að bera á því, í sambandi við
leiðslu rafstraums í lofttegundum
og vökvum, að atómurnar, sem slík-
ar, hlytu að vera samsettar, að þær
gætu klofnað niður í enn smærri
frumagnir.Þannig tókst Frakkanum
Jean Perrin, árið 1895, að sýna fram
á, að bakskautsgeislar (katóðugeisl-
ar), sem nryndast, er rafmagni er
Iileypt í gegnum mjög þynntar loft-
tegundir, væru rafmagnaðar agnir,
sem flísazt hefðu úr sjálfum atóm-
unum. í ögnum þessum reyndist
alltaf vera sama efnismagn og sama
frádræga rafmagnshleðslan. Hafa
þær verið nefndar elektrónur (raf-
eindir) og eru veigamikill hluti
allra atóma. Drýgstan þátt í elektr-
ónuransóknunum átti Bretinn J. J. Thomson og samverkamenn
hans í hinni frægu Cavendish-rannsóknarstofnun í Cambridge.
Um svipað leyti og jDetta gerðist, komst Frakkinn Bequerel í kynni
við aðrar frumagnir atómanna, er hann uppgötvaði hina geislavirku
eiginleika frumefnisins uraniums árið 1896. Þessar frumagnir rann-
sakaði svo brezki eðlisfræðingurinn Rutherford, sem þegar hefir
verið nefndur, og tókst honum, með afburðasnjöllum rannsóknar-
aðferðum, að greina ]>á geislun niður í þrenns konar geisla: (1)
Hraðfleygar agnir af sömu þyngd og atómur frumefnis heliums. —
Reyndust agnirnar rafmagnaðar á sama hátt og heliumatóma, sem
misst hefir tvær elektrónur, sem sé viðlægt, Jdví að við það að frá-
dræga hleðslan fór, komst sú viðlæga í meirihluta. Agnir þessar nefn-
ast alfa-geislar. (2) Hraðfleygar elektrónur, lieta-geisla. (3) Gamma-
geisla, en þeir reyndust vera ljósbylgjur af enn meiri tíðni en Rönt-
gengeislar, sem ]iá voru nýuppgötvaðir.
Þegar sýnt þótti, að atómin væru samsett, lá næst fyrir að rann-
saka með hvaða hætti frumögnuhum væri komið fyrir innan atóm-
anna. Fyrsta skrefið til rannsóknar í þá átt gerði Lenard árið 1903, er
hann lét hraðfleygar elektrónur (bakskautageisla) smjúga í gegnum
málmþynnur og mældi svo hvað þær dreifðust við jrað. Þær tilraunir
báru með sér, að í föstum hlutum væri efnið ekki jafn dreift, heldur
væri það í örsmáum hnöppum. Rannsóknir þessar þóttu hinar merk-
ustu og voru Lenard veitt Nobelsverðlaun fyrir, árið 1905. Árinu
2. mynd. Sir Joseph John Thom-
son (1856-1940)