Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1946, Síða 52

Náttúrufræðingurinn - 1946, Síða 52
46 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN þar á eftir gerði Rutherford og sam- verkamenn hans svipaðar rannsókn- ir, en notuðu til þeirra alfageisla, er þeir létu falla á málmþynnur, þær rannsóknir leiddu í Ijós: (1) að öll viðlæg hleðsla atómunnar er innan svæðis í miðri atómunni, sem er minna en 1/1000000000000 cm í þvermál; (2) að svo ti! allt efnis- magn atómunnar er innan þessara sömu takmarka; (3) að magn við- lægu hleðslunnar mælt í hleðslu- einingum elektrónunnar er um það bil jafnt hálfum atómþunganum þegar atómþungi léttasta frumefn- isins, vetnisins, er hafður fyrir einingu. Sijgulega séð eru niður- stöður þessar hinar merkustu, því að með þeim var lagður grundvöll- urinn að kenningu Rutherfords um byggingu atómunnar, er liann setti frarn árið 1911, en samkv. þeirri kenningu eru atórnur byggðar upp af kjarna, sem hlaðinn er upp úr kjörnum léttasta frumefnis- ins, vetniskjörnum, sem nefndir eru prótónur, en umhverfis þær snú- ast elektrúnur líkt og reikistjörnur umhverfis sólina. Kenningu þessa klæddi danski eðilisfræðingurinn Niels Bohr skömnru síðar í stærð- fræðilegan búning. Niels Bohr lauk doktorsprófi árið 1911 og dvald- ist næstu tvö árin þar á eftir í Bretlandi hjá þeim ]. ]. Thomson í Cambridge og Rutherford í Manchester. Kynntist hann því við- fangsefnum þeirra í atómarannsóknum og tók hann einnig að fást við þau. Samkv. kenningum þeirra Bohr-Rutherfords er vetnis- atóman mynduð af einni prótónu, ldaðinni viðlægu rafmagni og að efnismagni 1840-sinnum meiri en elektrónan. Elektrónan gengur eftir hringlaga braut og helst á henni vegna aðdráttaraflsins, sem verkar á milli hleðslu kjarnans og elektrónunnar á tilsvarandi hátt og aðdráttarafl sólar lieldur jörðinni á braut sinni. Reiknaði Bohr þvermál brautarinnar, sem elektrónan gengur eftir á grundvelli nýrrar kenningar, sem Max Planck hafði sett fram nokkru áður, um verkanir á milli atóma og geislunar. Niðurstaða þessara útreikninga verður sú, að innsta braut elektrónunnar um vetniskjarnann er 0,000000005 cm., en auk þess getur elektrónan gengið eftir öðrurn talsvert rýmri brautum eins og 4. mynd sýnir. Á þessum brautum

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.