Náttúrufræðingurinn - 1946, Qupperneq 54
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
48
atómu léttasta frumefnisins, vetnisins, og er hann nefndur atómu-
þungi. Stærð rafmagnhleðslu kjarnans er mæld í hleðslum kjarna
vetnisatómunnar, en það er srnæsta rafmagnshleðsla, er menn þekkja
og kallast lnin frumhleðsla. Fjöldi frumhleðslanna, sem kjarninn
iiefur, kallast sœtistala frumefnisins, og ákvarðar hún elektrónu-
fjöldann, sem sveimar umhverfis kjarnann, auk þess, sem sætistalan
ákvarðar alla efnafræðilega eiginleika hlutaðeigandi frumefnis.
Þannig hefir t. d. helium sætistöluna 2, og þýðir það, að kjarni þess
hafi tvær viðlægar frumhleðslur og tvær brautarelektrónur.
Brautirnar, sem elektrónurnar fara eftir eru reiknaðar út á tilsvar-
andi hátt og elektrónubrautir vetnisins. Sé gengið á röð frumefn-
ánna og byrjað á vetni, þá bætist ein brautarelektrónan við af ann-
ari eftir því, sem sætistalan vex, og smáfyllast elektrónubrautirnar,
en þegar komnar eru 2n2 elektrónur á liverri braut er sú braut orðin
fullskipuð og er þá byrjað á nýrri braut. Þessu til skýringar má taka
dæmi, fyrsta brautin er fullskipuð ef n=l; þ. e. þegar á henni eru
2 elektrónur, sú næsta er fullskipuð, þegar n = 2; þ. e. á henni rúm-
ast 8 elektrónur; þriðja brautin er fullskipuð með 18 elektrónum
o. s. frv. Hjá þungu frumefnunum, sem liafa háa sætistölu, fer niður-
röðun á brautirnar ekki eins skipulega fram, má sjá það á 6. rnynd
með kvikasilfrið, að þar eru fjórar innstu brautirnar fullskipaðar
með sínar 2, 8, 18 og 32 elektrónur, en á finnntu brautinni eru ekki
nema 18 elektrónur, en 2 elektrónur á 6. braut. Afbrigði þessi skipta
þó litlu máli í sjálfu sér. Ekki vex þvermál atómanna teljandi með
aukinni sætistölu, því að hin aukna kjarnldeðsla heldur elektrón-
unum l'astar að kjörnunum, svo að þvermál atóma allra frumefna
eru mjög svipuð.
(Framhald.)