Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1949, Side 22

Náttúrufræðingurinn - 1949, Side 22
68 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN var um aldamótin 1800. Fram til þess tíma liöfðu umbæturnar á pappírsframleiðslunni verið sárafáar, og voru þó liðin urn 2000 ár frá því, að pappír var fyrst gerður. Auk þeirra tveggja urnbóta, er áður voru nefndar, er aðeins um hinn svonefnda „hollending" að ræða, sem tekinn var fyrst í notkun á Hollandi um 1670. Hann auð- veldaði mjög alla mölun trefjanna. En brátt fór að bera á liráefnaskorti, er pappírsvélarnar voru farn- ar að ná verulegri útbreiðslu. Hörtuskurnar, sem notaðar voru í pappírinn, voru af skornum skammti, og þótt notast mætti við baðrn- ullartuskur í stað þeirra eða ásamt þeim, var illt í efni með útvegun liráefna í pappírinn. Laust fyrir miðja 19. öld horfði til stórvandræða á þessu sviði. En árið 1846 var fundin upp aðferð til að framleiða svonefnt viðarslíp úr trjáviði, og mátti nota það í pappír. Viðar- slípið bætti úr brýnni þörf, en eigi var hægt að framleiða pappír úr því einu saman, heldur aðeins ásamt einhverju því pappírsefni, sem áður hafði verið notað. Það var mjög til drýginda. En sá pappír, sem gerður var með viðarslípi, varð lélegri en pappír, sem gerður var án þess. Getur hver og einn dæmt um það af eigin raun, að pappír framleiddur með miklu af viðarslíjii er mjög lélegur og endist illa, jjví að allur dagblaðapappír, sem nú er notaður, er að 4/ hlutum úr viðarslípi', en aðeins l/5 hluta úr eiginlegum trefjum. Eigi leið þó á löngu, unz úr rættist, því að laust eftir miðja 19. öld var fundin upp aðferð til að framleiða svonefndan sellulósa úr trjáviði, og gat sellulósinn komið í stað hörtrefjanna í pappírnum að öllu leyti. Aðferðirnar til framleiðslu sellulósans úr trjáviði voru síðan endurbættar. Sá sellulósi, sem fyrst var framleiddur, er svo- nefndur natronsellulósi, og er hann brúnn eða brúnleitur að lit, svo að ekki er hægt að nota hann í hvítan pappír. En 1873 fannst aðferð til að framleiða livítan sellulósa, og er Itann enn í dag aðal- hráefnið í allan hvítan pappír, nema dagblaðapappír, sem er gerður úr viðarslípi ásamt hvítum sellulósa. í lieila öld hefur nú pappír verið sóttur í skóginn og ætíð verið af nógu að taka. En æ fleiri iðngreinar hafa lagt leið sína út í skóg- ana til að sækja þangað nauðsynleg liráefni. Skógarnir liafa veitt ríkulega og gera það enn. Meðan eigi er liöggvið meira úr skógun- um á ári hverju en nemur árlegum vexti þeirra, er engin hætta á ferðum. En það er ekki langt undan, að árlegur vöxtur skóganna láti oss ekki í té nægilegt hráefni til alls þess, er úr viði Jiarf að gera, ef Jnóunin verður hin sama á næstu áratugum og hún hefur verið

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.