Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1950, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 1950, Blaðsíða 3
Hermann Einarsson: Sunnlenzka síldin í Ijósi rannsóknanna Fyrir tæpum þreni árum skýrði ég á fundi hins íslenzka Náttúru- ftæðifélags frá rannsóknum, er ég hafði gert á Hvalfjarðarsíldinni. Þá setti ég fram þá skoðun, að uppvaxtarsvæði sunnlenzku síldar- innar væri einkum Itafsvæðið fyrir vestan ísland, Grænlandshafið, er suntir nefna Irmingerhaf. Helztu rök mín fyrir þessari tilgátu voru þau, að straumhringur Grænlandshafsins stæði í nánu sam- bandi við hrygningarstöðvar íslenzku síldarinnar, og óhjákvæmilegt virtist, að meginliluti seiðastofnsins bærist með straum vestur í út- haf, en minni hluti fylgdi strandsjónum og atlantísku straumálm- unni, sem leggur leið sína austur með Norðurlandi (sjá 1. mynd). Ég hafði áður bent á það, að eitt af aðalfæðudýrum síldarinnar, náttlampinn (Meganyctiphanes norvegica), er nátengdur þessum hringstraumi. Sýnt var fram á það, að hrygningarstöðvar hans liggja eingöngu yfir landgrunninu við sunnan- og vestanvert landið, á sömu slóðum og lnygningarstöðvar síldarinnar, en ung-viði þessarar tegundar fannst hins vegar yfir hafdjúpum Grænlandshafsins. Hing- að hlaut það að liafa borizt með straumum, sem fyrr eða síðar flytja það upp að íslenzku ströndinni aftur. Síðari rannsóknir hafa leitt í Ijós, að umferðin í þessari hringiðu tekur um 225 daga (sjá 2. mynd). Nú sýndu athuganir á eðlisástandi sjávarins í Faxaflóa, að straum- álma úr þessari hringiðu liggur inn í flóann, sérstaklega inn í dýpri hluta hans, Jökuldjúpið. Faxaflóinn liggur þannig í útjaðri þessa gróskumikla úthafs, og virðist allt dýralíf hans bera þess glögg merki, þótt ekki verði það rakið ýtarlegar að sinni. Ég hugði, að síldin væri eitt þeirra dýra, er fylgdu hlýsævarálmunni inn í flóann, og athug- anir, gerðar sumarið 1949, styrkja þá skoðun. Þá sýndu og rannsókn- ir á vexti síldarinnar, að hér var einkum um hraðvaxta kyn að ræða, en áður vissum við gjörla, af rannsóknum Þjóðverja, Norðmanna og Dana, að Grænlandshafið er eitt auðugasta úthafssvæði norðurhafa, með þrotlausri svifmergð allt sumarið. Á þessum slóðum virðist því nærtækast að leita uppvaxtarsvæðis liraðvaxta fiska. NáttúrufrreSingurinn, 4. hejti 1950 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.