Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1950, Blaðsíða 18

Náttúrufræðingurinn - 1950, Blaðsíða 18
160 NÁTTÚRUFRÆBINGURINN Uppvaxtarsvceði síldarstofnsms Annað atriði, sem skiptir miklu máli, og einnig er mjög aðkall- ancli rannsóknarefni, er lega og víðátta uppvaxtarsvæðis síldarstofns- ins, en um það liafa skoðanir verið mjög skiptar. Eins og ég gat um í upphafi þessarar greinar, hef ég lialdið því fram, að síldarseiðin bærust með hafstraumum út í Grænlandshaf, og eins norður fyrir land, en hugði þó að meiri hluti lilyti að berast til úthafs, vegna þess að meginhluti atlantísku straumálmunnar leitar til hafs út af vestur- ströndinni. Hins vegar hafa síldarseiðin enn ekki náð þeirri stærð, þegar straumurinn skiptist til vestur og norðausturs, að hugsanlegt sé, að þau lifi óliáð straumkerfinu. Á. Vedel Táning gagnrýnir þessar skoðanir mínar í viðtali, er birtist í Mgbl. þann 6. ágúst 1950. Hann gerir ráð fyrir „að meginhlutinn af þeim síldarseiðum, sem klekjast út hér við suðvesturlandið, við Vestmannaeyjar og í sunnanverðum Faxaflóa berist með straumnum norður fyrir land, vegna þess að eftir að klakið fer fram, er straumurinn norður fyrir landið einna sterkastur." Hér er hallað réttu máli. Sú skoðun á sér enga stoð í sævarrann- sóknum, að straumálman norður fyrir land sé sterkari en hin, er til hafs leitar; þvert á móti, atlantíska straumálman er oftast mjög óveruleg, og á það einkum við vetrar- og vormánuðina. Samkvæmt rannsóknum okkar Unnsteins Stefánssonar virðist aukin hreyfing í straumálmunni norður fyrir land sérstaklega eiga sér stað í júlí og ágúst. Hins vegar er okkur ekki til efs, að um talsverðar sveiflur sé að ræða frá ári til árs, en það rannsóknarefni er enn í fyrstu athugun. Staðhæfing dr. Tánings getur því með engu móti átt við vorgotið, en gæti betur til sanns vegar færzt um sumargotið. En auðvitað berast seiðin líka með strandsjónum sem rennur norður fyrir land, og á því leikur enginn vafi að einhver hluti seiðastofnsins berst þangað, enda er ekki um það deilt. Straumflöskurannsóknir Frede Hermanns og Helge Thomsens1 má nefna hér til frekari áréttingar. Þeir segja: „Another area in which the hottles likewise show a pronounced tendency to leave the coastal area is to he found off the north-west country. The tendency is also in this area very great, especially for the hottles launched at the greatest distances from the coast. Off Látrabjarg we thus find that about 70% of the bottles launched between 24° and 1) Drift-bottle experiments in the northern North Atlantic. Medd. fra Komm. for Danmarks Fiskeri- og Havundersögelser: Ser. Hydrogr. Bd. III, nr. 4. 1946.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.