Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1950, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 1950, Blaðsíða 25
GEYSIR OG STROKKUR 107 Strokks og horfa ofan í hann. Þar sér í vatn, og er það ókyrrt mjög og hreyfist eins og það renni með hörðum straumi í suður. Þó að skammt sé milli hvera þessara, er þó sinn háttur á hvorum þeirra með fleira en nú er sagt. Strokkur gýs upp úr þurru, og er hann þá tignarlegur og blíður, en Geysir þar á móti gerir vart við, áður en hann gýs, og er þá tignarlegur og ógnanlegur. I því eru þeir líkir að þeir gjósa eigi á neinum vissum tírna og láta oft líða lengi á milli; þó er það mjög misjafnt. Standi maður á barmi Strokks og horfi ofan í hann, þá er eigi goss von, meðan vatnið í honum hreyfist, en þá er hann ætlar að gjósa, stillist vatnið á einu augnabliki og verður spegilfagurt á að sjá, og á sama augnabliki og þetta verður, þeytist vatnið upp í háa loft. Er það þá eins og sívalur kristalls-stöpull standi upp úr suðu-opi Strokks, og fylgir honum þytur nokkur. Hann smáhækkar, en nær eigi fullri hæð allt í einu. Ákaflega mikill reykjarbólstur situr ofan á stöpli þessum, og þegar hann er búinn að ná fullri hæð, stendur [hann] nokkur augnablik í stað, en svo er eins og kippt sé undan honum nokkuru, því [að] hann dettur þá niður, þó eigi allur í einu, heldur smátt og smátt, og verður reykjarbólsturinn honum alltaf samferða, og seinast verður reykurinn eins og hnoða ofan yfir suðu- opinu, og þegar það líður frá, þá er allt eins og áður var, ef ofan í hverinn er litið. — Svo gengur strokan beint upp úr Strokk, að óhætt er að standa rétt lijá lienni. Eg var eigi lengra frá henni en svo, að ég náði með svipuskaftinu mínu í vatnsstöpulinn, og þó féll engi dropi á mig. Vatnið fer eins beint niður í Strokk og það fer beint upp úr honum. — Þegar ég sá Strokk gjósa, varð stöpullinn nálægt 15 faðrna hár. Ég get eigi skilið svo [við] þetta mál, að ég játi það eigi, að engin lýsing getur sýnt þessa tvo hveri eins og þeir eru. Sjónin ein er það, sem getur náð mynd þeirra, og sá, sem þá hefur séð í blóma sínum, mun eigi undrast yfir því, þó að náttúrufróðir menn geri sér mikinn kostnað og fyrirhöfn til að sjá jiessi stórvirki náttúrunnar. Því vil ég og hnýta hér við, sem nú þykir líklegasta hugmynd um hverina og myndun þeirra, þ.ví að vera má, að einhver sá sjái blöð þessi, sem líka vill vita nokkuð um það, Iiví hverirnir sjóði, séu heit- ir o. s. frv. Það er alkunnugt, að við mikinn liita verður vatnið að gufu eða lofti. Til að sjá þetta þarf eigi annað en liita vatn í katli. Gufan, sem upp af því kemur, er eigi annað en vatnið sjálft, breytt í gufu. Gufa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.